„Ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 12:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til ráðherra á næstu dögum. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun ekki leggja til að öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt nú í vikunni en boðar þó tillögur að afléttingum í minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum, fyrr en áætlað var. Hann metur stöðu faraldursins nokkuð góða. 1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira
1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðiseftirlitið hefur áhyggjur af auknum hávaða og mengun Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Sjá meira