„Að vera mamma hans er himnaríki á jörðu en það þýðir líka stöðugt samviskubit og að vera berskjölduð, ég mun aldrei venjast því“ sagði hún meðal annars.
„Þér líður eins og hjartað sé fyrir utan líkamann og þú ert of gömul til þess að drekka áhyggjurnar í burtu eins og þú gerðir. Þegar þú varst ástfangin og hrædd. Sendið aðstoð!!“
Sagði hún og virðast þessi orð hennar vera í takti við tilfinningar margra í foreldrahlutverkinu. Frægir vinir hennar voru fljótir að taka undir þessa upplifun.

„Það er engin lækning við þessu“ sagði Will and Grace leikkonan Debra Messing.
„Jább, það er nákvæmlega þannig sem tilfinningin er. Það er fallegt og óhugnarlegt“ sagði Tan France sem eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári með aðstoð staðgöngumóður. Hann og eiginmaður hans Rob France komu til Íslands í svokallaða Babymoon ferð áður en sonur þeirra fæddist.