Mikilvægt fyrir sambandið að foreldrar passi að hvíla sig Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 13:30 Auður Bjarnadóttir eigandi og forstöðumaður Jógasetursins er gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar sem kom út í dag. Hún fær mikið af ófrískum konum og nýbökuðum mæðrum til sín í jóga. Vísir/Vilhelm Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgöngujóga hér á landi síðustu tvo áratugi. „Ég byrjaði að kenna meðgöngujóga fyrir 21 ári eftir að sonur minn fæddist og ég kalla það jógafæðinguna mína. Þetta er bara algjör ástríða, það er bara dásamlegt að fá að fylgja og taka þátt og sjá þetta virka. Að sjá konu ganga út hrædda og sjá hana svo fara út og ákveða að fara í öryggi inn í fæðinguna.“ Mikilvægt að hvíla Auður er eigandi og forstöðumaður Jógasetursins og var hún gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar sem kom út í dag. Hún fær mikið af ófrískum konum og nýbökuðum mæðrum til sín í jóga. Hún segir að því miður heyrist oft meira af neikvæðum fæðingarreynslusögum. „Fólk vill oft segja vondu sögurnar,“ útskýrir Auður. „Spennusögur og dramasögur. En ég legg til að þær hlusti á góðar sögur líka því þær eru oftar betri en ekki. Hugurinn er svo duglegur að fara í neikvæðni.“ Hún segir að þó hugurinn leiti í neikvæðni þá sé leiðin frá ótta í ást. Eitt af því sem Auður leggur mikla áherslu á er að konur hvíli sig vel á síðasta mánuði meðgöngunnar, það hjálpi líka þegar kemur að fæðingunni. „Ég er alltaf jafn hissa hvað það vita fáir af því að við erum eina landið í Skandinavíu sem finnst eðlilegt að konurnar vinni í níu mánuði [á meðgöngu], af því að við erum með þetta duglega-syndromme, duglegu konurnar.“ Algengt að þreyttir foreldrar skilji Auður segir að það sé líka mikilvægt að hugsa um samböndin. „Skilnaðir eru algengir þegar börn eru eins og tveggja ára. Ég held að það sé rosalega mikið bara þreyttir foreldrar. Þegar þú ert þreyttur þá er allt ótrúlega erfitt. Þá fer maður að pota í makann af því að neikvæði hugurinn fer í rennibrautina að það sé eitthvað að.“ Að hennar mati þarf að hafa þá sjálfsvirðingu að fatta að maður þurfi sína hvíld til að verða ekki úrvinda. „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt fyrir foreldra að hvíla sig.“ Nefnir hún sem dæmi að foreldrar ættu frekar að nýta brjóstagjöfina í hugleiðslu eða næra þig með hlaðvarpi eða öðru frekar en að flakka á samfélagsmiðlum. „Barnið finnur streytuna sem miðlarnir hafa á okkur, í gegnum brjóstagjöfina.“ Andrea Eyland og Auður spjalla í þessum þætti um mikilvægi hvíldar, Fyrstu fimm og útskýrir Auður hvað Yoga Nidra getur gert fyrir okkur. Næsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar er síðan Yoga Nidra, eða liggjandi leidd hugleiðsla, í boði Auðar. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 35 - Auður Yoga Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Heilsa Kviknar Börn og uppeldi Jóga Tengdar fréttir Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. 23. janúar 2022 13:01 „Rosalega stór ákvörðun að ætla að gera þetta ein“ Viktoría Rós Jóhannsdóttir er kraftmikil ung móðir sem heldur úti hlaðvarpinu og Instagram-síðunni Einstæð. Markmiðið með miðlunum hennar er að ljá einstæðum foreldrum rödd og veita innsýn inn í þeirra heim. Viktoría er viðmælandi Andreu Eyland í einlægu viðtali í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. 5. janúar 2022 09:07 „Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. 7. desember 2021 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Ég byrjaði að kenna meðgöngujóga fyrir 21 ári eftir að sonur minn fæddist og ég kalla það jógafæðinguna mína. Þetta er bara algjör ástríða, það er bara dásamlegt að fá að fylgja og taka þátt og sjá þetta virka. Að sjá konu ganga út hrædda og sjá hana svo fara út og ákveða að fara í öryggi inn í fæðinguna.“ Mikilvægt að hvíla Auður er eigandi og forstöðumaður Jógasetursins og var hún gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar sem kom út í dag. Hún fær mikið af ófrískum konum og nýbökuðum mæðrum til sín í jóga. Hún segir að því miður heyrist oft meira af neikvæðum fæðingarreynslusögum. „Fólk vill oft segja vondu sögurnar,“ útskýrir Auður. „Spennusögur og dramasögur. En ég legg til að þær hlusti á góðar sögur líka því þær eru oftar betri en ekki. Hugurinn er svo duglegur að fara í neikvæðni.“ Hún segir að þó hugurinn leiti í neikvæðni þá sé leiðin frá ótta í ást. Eitt af því sem Auður leggur mikla áherslu á er að konur hvíli sig vel á síðasta mánuði meðgöngunnar, það hjálpi líka þegar kemur að fæðingunni. „Ég er alltaf jafn hissa hvað það vita fáir af því að við erum eina landið í Skandinavíu sem finnst eðlilegt að konurnar vinni í níu mánuði [á meðgöngu], af því að við erum með þetta duglega-syndromme, duglegu konurnar.“ Algengt að þreyttir foreldrar skilji Auður segir að það sé líka mikilvægt að hugsa um samböndin. „Skilnaðir eru algengir þegar börn eru eins og tveggja ára. Ég held að það sé rosalega mikið bara þreyttir foreldrar. Þegar þú ert þreyttur þá er allt ótrúlega erfitt. Þá fer maður að pota í makann af því að neikvæði hugurinn fer í rennibrautina að það sé eitthvað að.“ Að hennar mati þarf að hafa þá sjálfsvirðingu að fatta að maður þurfi sína hvíld til að verða ekki úrvinda. „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt fyrir foreldra að hvíla sig.“ Nefnir hún sem dæmi að foreldrar ættu frekar að nýta brjóstagjöfina í hugleiðslu eða næra þig með hlaðvarpi eða öðru frekar en að flakka á samfélagsmiðlum. „Barnið finnur streytuna sem miðlarnir hafa á okkur, í gegnum brjóstagjöfina.“ Andrea Eyland og Auður spjalla í þessum þætti um mikilvægi hvíldar, Fyrstu fimm og útskýrir Auður hvað Yoga Nidra getur gert fyrir okkur. Næsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar er síðan Yoga Nidra, eða liggjandi leidd hugleiðsla, í boði Auðar. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 35 - Auður Yoga Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Heilsa Kviknar Börn og uppeldi Jóga Tengdar fréttir Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. 23. janúar 2022 13:01 „Rosalega stór ákvörðun að ætla að gera þetta ein“ Viktoría Rós Jóhannsdóttir er kraftmikil ung móðir sem heldur úti hlaðvarpinu og Instagram-síðunni Einstæð. Markmiðið með miðlunum hennar er að ljá einstæðum foreldrum rödd og veita innsýn inn í þeirra heim. Viktoría er viðmælandi Andreu Eyland í einlægu viðtali í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. 5. janúar 2022 09:07 „Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. 7. desember 2021 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. 23. janúar 2022 13:01
„Rosalega stór ákvörðun að ætla að gera þetta ein“ Viktoría Rós Jóhannsdóttir er kraftmikil ung móðir sem heldur úti hlaðvarpinu og Instagram-síðunni Einstæð. Markmiðið með miðlunum hennar er að ljá einstæðum foreldrum rödd og veita innsýn inn í þeirra heim. Viktoría er viðmælandi Andreu Eyland í einlægu viðtali í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. 5. janúar 2022 09:07
„Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. 7. desember 2021 07:01