Franska blaðið segir frá því að danski landsliðsmaðurinn verði frá keppni á næstunni vegna enn eins smitsins.
Tredje gang: Kasper Dolberg igen ude med corona https://t.co/jmJ9EvVlE0
— tipsbladet.dk (@tipsbladet) February 6, 2022
Kasper Dolberg spilar með Nice í Frakklandi og missti af leik liðsins á móti Clermont um helgina.
Árið 2020 fékk Dolberg tvisvar sinnum veiruna. Hann var einkennalaus í fyrra skiptið og var í eina viku í einangrun. Í seinna skiptið var hann veikur í fimm daga og átti líka í erfiðleikum þegar hann hóf æfingar á nýjan leik.
L'OGC Nice sans Benitez et Dolberg contre Clermont https://t.co/R6xPEdytw2 pic.twitter.com/hT5vJdrvDZ
— Nice-Matin (@Nice_Matin) February 6, 2022
Kasper Dolberg hafði skorað þrjú mörk í síðustu fimm leikjum Nice fyrir smitið og liðið hafði unnið alla þessa fimm leiki. Liðið tapaði aftur á móti án hans í gær.
Dolberg er 24 ára og 187 sentimetra framherji sem kom til Nice árið 2019. Hann lék áður með Ajax í þrjú ár. Framherjinn hefur skorað 10 mörk í 32 landsleikjum með Dönum.