Vanda segir ekki rétt að KSÍ eigi nóg af pening og skorar á ríkið að koma með veglegt framlag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, furðar sig á að enn eitt árið fái KSÍ ekki krónu úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sambandið hefur sótt um styrki síðustu ár en ekkert fengið. „Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir? KSÍ Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
„Við erum mjög ósátt og sóttum um núna enda er EM kvenna – við erum að fara í úrslitakeppni og þetta gæti orðið stærsti viðburður í sögu kvennaíþróttanna. Það kæmi mér ekki á óvart.“ „Við viljum ekki fara í slag við hin sérsamböndin, það er ekki tilgangurinn með þessu. Við viljum að sjóðurinn verði stækkaður og við viljum að allir sem uppfylla skilyrði um að fá styrki fái styrki. Ég verð mjög fegin þegar Frjálsíþrótta-, Fimleikasambandið eða hver sem er fær styrk.“ Að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við. „En mér finnst að við eigum líka að fá styrk því við erum líka með afreksstaf og þetta eru peningar úr ríkissjóði. Við erum vissulega með mikla veltu en við erum líka langstærst og langfjölmennust.“ „Þetta að KSÍ á nóg af pening er bara ekkert rétt. Það hefur kannski einhvern tímann verið en síðasta ár hefur verið rekið í tapi og við erum núna í þessari viku mjög í mjög sársaukafullum aðgerðum og niðurskurði á stórum og flottum verkefnum þannig að skilja okkur ein eftir enn eitt árið er eitthvað sem við erum mjög ósátt við.“ „Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?“ „Er þetta ekki jafnréttismál. Við erum að fara með kvennalandsliðið okkar á EM í sumar og kostnaðurinn við að fara á svona mót er mjög mikill. Það sem við fáum frá UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) nær engan veginn upp í kostnaðinn. Þetta kostar KSÍ tugi milljóna, má skilja okkur eftir í afrekssjóði? Ég beini þeirri spurningu til ÍSÍ og ríkisvaldsins.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn „Það er þannig. Við vorum að taka saman kostnaðinn okkar vegna Covid. Hann – bara út af Covid – er yfir 200 milljónir. Þá er ég ekki einu sinni búin að minnast á félögin í landinu. Ég held að allir í íþróttahreyfingunni séu þakklát fyrir þessa miklu aukningu sem hefur verið en við höfum verið miklir eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að afreksstarfi þannig því hærra því betra.“ „Ég tek undir með Hannesi (S. Jónssyni, formanni KKÍ) félaga mínum hjá Körfuknattleikssambandinu, ég skora á ríkið að koma með veglegt framlag,“ sagði Vanda að endingu. Klippa: Má þetta, má skilja KSÍ svona eftir?
KSÍ Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira