Klopp um Elliott: „Óttalaus og frábær fótboltamaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 15:00 Jürgen Klopp var virkilega ánægður að sjá Harvey Elliott skora í endurkomu sinni eftir löng og erfið meiðsli. Catherine Ivill/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í góðu skapi eftir 3-1 sigur liðsins gegn Cardiff í fjórðu umferð FA-bikarsins í dag. Þjóðverjinn hrósaði Harvey Elliott sérstaklega eftir leik, en leikmaðurinn ungi skoraði þriðja mark Liverpool eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Það er fullt af litlum en góðum sögum í kringum þennan leik. Ég held að allir geti verið sammála um að hin mörkin hafi líka verið mikilvæg,“ sagði Klopp að leik loknum, „Þetta var virkilega efiður leikur, en þetta endaði vel þannig að þetta er góður dagur.“ Harvey Elliott kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik, en hann hafði ekki spilað leik síðan hann fór úr ökklalið í leik gegn Leeds í byrjun september á síðasta ári. Elliott þakkaði traustið með því að skora þriðja mark Liverpool og Klopp hrósaði leikmanninum í hástert. „Harvey var virkilega óheppinn að lenda í þessum meiðslum en að sama skapi heppinn með allt ferlið sem á eftir fylgdi og það gekk allt vel í dag. Hann stóð sig virkilega vel og sjúkrateymið stóð sig einnig virkilega vel.“ „Hann er óttalaus strákur og frábær fótboltamaður. Það gengur ekki alltaf vel þegar menn lenda í svona meiðslum en þegar þú ert ungur þá kemurðu þér í gegnum þau og hann gerði það. Nú er hann kominn aftur og það er frábært. Það var tilfinningarík stund þegar hann skoraði,“ bætti Klopp við að lokum. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
„Það er fullt af litlum en góðum sögum í kringum þennan leik. Ég held að allir geti verið sammála um að hin mörkin hafi líka verið mikilvæg,“ sagði Klopp að leik loknum, „Þetta var virkilega efiður leikur, en þetta endaði vel þannig að þetta er góður dagur.“ Harvey Elliott kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik, en hann hafði ekki spilað leik síðan hann fór úr ökklalið í leik gegn Leeds í byrjun september á síðasta ári. Elliott þakkaði traustið með því að skora þriðja mark Liverpool og Klopp hrósaði leikmanninum í hástert. „Harvey var virkilega óheppinn að lenda í þessum meiðslum en að sama skapi heppinn með allt ferlið sem á eftir fylgdi og það gekk allt vel í dag. Hann stóð sig virkilega vel og sjúkrateymið stóð sig einnig virkilega vel.“ „Hann er óttalaus strákur og frábær fótboltamaður. Það gengur ekki alltaf vel þegar menn lenda í svona meiðslum en þegar þú ert ungur þá kemurðu þér í gegnum þau og hann gerði það. Nú er hann kominn aftur og það er frábært. Það var tilfinningarík stund þegar hann skoraði,“ bætti Klopp við að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira