Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennuham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:31 Óstöðvandi. Richard Rodriguez/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers. Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira