Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennuham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:31 Óstöðvandi. Richard Rodriguez/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers. Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira