Léttir að mega sýna fyrir fullum sal Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 23:41 Meðlimir VHS eru hæstánægðir með að mega sýna fyrir fullum sal á ný. Stöð 2 Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum. Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira