Fylgist með þessum í ítalska boltanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2022 11:00 Margir spennandi leikmenn spila í ítölsku úrvalsdeildinni. vísir/getty Í tilefni af því að ítalski boltinn er kominn heim, á Stöð 2 Sport, fer Vísir yfir tíu leikmenn sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í ítölsku úrvalsdeildinni. Dusan Vlahovic, framherji Juventus Dusan Vlahovic spilar í treyju númer sjö hjá Juventus, sem Cristiano Ronaldo var síðast í.getty/Daniele Badolato Juventus vann kapphlaupið um einn eftirsóttasta framherja heims, Dusan Vlahovic, í síðasta mánuði. Gamla frúin greiddi Fiorentina sjötíu milljónir evra fyrir Serbann sem skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Juventus á 22 ára afmælisdaginn sinn. Vlahovic var fjórði markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili með 21 mark. Hann hefur haldið uppteknum hætti í vetur, skoraði sautján mörk fyrir Fiorentina og var að sjálfsögðu á skotskónum í fyrsta leik sínum fyrir Juventus, 2-0 sigri á Hellas Verona. Mörkin eiga eftir að verða mun fleiri, hæfileikarnir eru slíkir. Juventus hefur líka góða reynslu af leikmönnum frá Fiorentina, meðal annars Roberto Baggio og Federico Chiesa. Rafael Leao Rafael Leao lék sína fyrstu landsleiki fyrir Portúgal síðasta haust.getty/Sportinfoto Rafael Leao er ekki þekktasti framherjinn í leikmannahópi AC Milan en hann er búinn að vera sá besti í vetur. Portúgalinn kom til Milan frá Lille sumarið 2019 fyrir aðeins 23 milljónir evra og hefur orðið betri með hverju tímabilinu í Mílanó-borg. Hann skoraði sex deildarmörk tímabilin 2019-20 og 2020-21 og er þegar búinn að jafna þann markafjölda í vetur. Auk þess hefur Leao lagt upp þrjú mörk. Afar beinskeyttur, snöggur og síógnandi leikmaður. Með aðeins meiri stöðugleika getur hann komist í fremstu röð. Giacomo Raspadori Giacomo Raspadori var valinn besti leikmaður janúar-mánaðar í ítölsku úrvalsdeildinni.getty/Emmanuele Ciancaglini Giacomo Raspadori var yngsti leikmaðurinn í Evrópumeistaraliði Ítalíu og kom við sögu í einum leik á mótinu. Það virðist hafa gefið honum vítamínssprautu. Raspadori skoraði sex deildarmörk á síðasta tímabili og þegar búinn að toppa það í vetur. Auk markanna sjö hefur hann gefið fjórar stoðsendingar. Einn mest spennandi leikmaður ítölsku deildarinnar og er í lykilhlutverki í stórskemmtilegu liði Sassuolo. Líður best fyrir aftan fremsta mann og minnir um margt á Antonio Cassano og Sebastian Giovinco. Giovanni Simeone, framherji Verona Giovanni Simeone er þriðji markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.getty/Alessandro Sabattini Greyið Giovanni Simeone má varla stíga inn á völlinn án þess að faðir hans, Diego, sé nefndur í sömu andrá. Giovanni þarf að gefa verulega í ef hann á að vera jafn góður og pabbinn en hann er hörkuleikmaður og þetta tímabil er hans langbesta á ferlinum. Simeone náði sér ekki á strik með Cagliari á síðasta tímabili og var lánaður til Hellas Verona í sumar. Og hann hefur blómstrað í borg þeirra Rómeos og Júlíu. Simeone er þriðji markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með tólf mörk og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að jafna mesta markafjölda sinn á tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni. El Cholito hefur ekki leikið með argentínska landsliðinu síðan 2018 en hlýtur að gera tilkall í HM-hóp Argentínu. Joao Pedro, framherji Cagliari Joao Pedro er fyrirliði Cagliari.getty/Luigi Canu Fáir leikmenn í ítölsku úrvalsdeildinni eru mikilvægari fyrir sitt lið en Joao Pedro fyrir Cagliari. Sardiníuliðið hefur skorað 24 deildarmörk á tímabilinu og Joao Pedro hefur komið með beinum hætti að fjórtán þeirra, skorað tíu og lagt upp fjögur. Án framlags hans væri Cagliari í sannkölluðum skítamálum. Joao Pedro hefur leikið með Cagliari frá 2014 og er fjórði markahæstur í sögu félagsins. Undanfarin þrjú tímabil hefur Joao Pedro skorað samtals 44 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann var valinn í ítalska landsliðið í síðasta mánuði. Joao Pedro er Brasilíumaður en fékk ítalskan ríkisborgararétt 2017. Lorenzo Pellegrini Lorenzo Pellegrini hefur tvisvar sinnum skorað mark mánaðarins í ítölsku úrvalsdeildinni.getty/Paolo Bruno Lorenzo Pellegrini er Rómverji í húð og hár. Hann er uppalinn hjá Roma en var seldur til Sassuolo 2015. Roma setti þó endursöluákvæði í samning Pellegrinis og nýtti sér það tveimur árum seinna. José Mourinho gerði Pellegrini að fyrirliða Roma og það virðist hafa valdeflt hann. Hann hefur verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu og er búinn að skora níu mörk í öllum keppnum. Pellegrini missti af Evrópumótinu vegna meiðsla en sneri aftur í ítalska landsliðið í haust. Hefur leikið tuttugu landsleiki og skorað þrjú mörk. Pellegrini var með óreglulegan hjartslátt á sínum yngri árum en það hefur ekki háð honum á fullorðinsárum. Alessandro Bastoni Alessandro Bastoni býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára.getty/Giuseppe Bellini Alessandro Bastoni er frá Langbarðalandi og er einn fjölmargra góðra leikmanna sem hafa komið úr unglingastarfi Atalanta. Inter keypti hann 2017 en lánaði hann strax aftur til Atalanta og svo til Parma. Undanfarin þrjú tímabil hefur Bastoni verið í stóru hlutverki hjá Inter og varð ítalskur meistari með liðinu í fyrra. Ítalir framleiða ekki jafn marga góða varnarmenn og áður en Bastoni sver sig í ætt við varnarhetjur liðinna ára. Ofan á það er hann afar vel spilandi og með frábæran vinstri fót. Bastoni spilar jafnan vinstra megin í þriggja manna vörn Inter. Hefur leikið níu landsleiki og var í Evrópumeistaraliði Ítala í fyrra. Gianluca Scamacca Gianluca Scamacca er engin smásmíði og telur 1,95 metra.getty/Francesco Scaccianoce Tveir af bestu ungu framherjum Ítalíu leika með Sassuolo, áðurnefndur Raspadori og Gianluca Scamacca. Sá síðarnefndi er uppalinn hjá Lazio og Roma en fór ungur til PSV Eindhoven í Hollandi. Sassuolo keypti Scamacca 2017 og lánaði hann víða næstu árin. Á síðasta tímabili lék hann vel með Genoa og skoraði átta mörk í ítölsku deildinni. Scamacca fékk svo loks tækifæri með Sassuolo í vetur og hefur nýtt það stórvel. Þessi stóri og stæðilegi framherji og er kominn með níu deildarmörk þrátt fyrir að hafa aðeins þrettán sinnum verið í byrjunarliði Sassuolo. Scamacca, sem er fæddur á nýársdag 1999, lék sína fyrstu landsleiki síðasta haust. Helsta fyrirmynd Scamaccas er Zlatan og hann hefur verið kallaður hinn ítalski Ibrahimovic. Theo Hernández Theo Hernandez og félagar í AC Milan eru í harðri baráttu um ítalska meistaratitilinn.getty/fabrizio carabelli Theo Hernandez er einn af lykilmönnunum í upprisu AC Milan undanfarin ár. Milan keypti hann frá Real Madrid sumarið 2019 fyrir aðeins tuttugu milljónir evra. Sú fjárfesting hefur borgað sig. Undanfarin þrjú tímabil hefur Hernandez skilað tölum sem hvaða miðjumaður væri stoltur af. Samtals hefur hann skorað sautján mörk og gefið þrettán stoðsendingar í 83 deildarleikjum fyrir Milan. Hernandez kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Faðir hans, Jean-Francois, lék í Frakklandi og á Spáni og eldri bróðir hans, Lucas, leikur með Bayern München og franska landsliðinu. Hernandez þurfti að bíða nokkuð lengi eftir að fá tækifæri með franska landsliðinu en fékk það loks síðasta haust. Hann skoraði meðal annars sigurmark Frakka í 3-2 sigri á Belgum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Ítalski boltinn Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Dusan Vlahovic, framherji Juventus Dusan Vlahovic spilar í treyju númer sjö hjá Juventus, sem Cristiano Ronaldo var síðast í.getty/Daniele Badolato Juventus vann kapphlaupið um einn eftirsóttasta framherja heims, Dusan Vlahovic, í síðasta mánuði. Gamla frúin greiddi Fiorentina sjötíu milljónir evra fyrir Serbann sem skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Juventus á 22 ára afmælisdaginn sinn. Vlahovic var fjórði markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili með 21 mark. Hann hefur haldið uppteknum hætti í vetur, skoraði sautján mörk fyrir Fiorentina og var að sjálfsögðu á skotskónum í fyrsta leik sínum fyrir Juventus, 2-0 sigri á Hellas Verona. Mörkin eiga eftir að verða mun fleiri, hæfileikarnir eru slíkir. Juventus hefur líka góða reynslu af leikmönnum frá Fiorentina, meðal annars Roberto Baggio og Federico Chiesa. Rafael Leao Rafael Leao lék sína fyrstu landsleiki fyrir Portúgal síðasta haust.getty/Sportinfoto Rafael Leao er ekki þekktasti framherjinn í leikmannahópi AC Milan en hann er búinn að vera sá besti í vetur. Portúgalinn kom til Milan frá Lille sumarið 2019 fyrir aðeins 23 milljónir evra og hefur orðið betri með hverju tímabilinu í Mílanó-borg. Hann skoraði sex deildarmörk tímabilin 2019-20 og 2020-21 og er þegar búinn að jafna þann markafjölda í vetur. Auk þess hefur Leao lagt upp þrjú mörk. Afar beinskeyttur, snöggur og síógnandi leikmaður. Með aðeins meiri stöðugleika getur hann komist í fremstu röð. Giacomo Raspadori Giacomo Raspadori var valinn besti leikmaður janúar-mánaðar í ítölsku úrvalsdeildinni.getty/Emmanuele Ciancaglini Giacomo Raspadori var yngsti leikmaðurinn í Evrópumeistaraliði Ítalíu og kom við sögu í einum leik á mótinu. Það virðist hafa gefið honum vítamínssprautu. Raspadori skoraði sex deildarmörk á síðasta tímabili og þegar búinn að toppa það í vetur. Auk markanna sjö hefur hann gefið fjórar stoðsendingar. Einn mest spennandi leikmaður ítölsku deildarinnar og er í lykilhlutverki í stórskemmtilegu liði Sassuolo. Líður best fyrir aftan fremsta mann og minnir um margt á Antonio Cassano og Sebastian Giovinco. Giovanni Simeone, framherji Verona Giovanni Simeone er þriðji markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.getty/Alessandro Sabattini Greyið Giovanni Simeone má varla stíga inn á völlinn án þess að faðir hans, Diego, sé nefndur í sömu andrá. Giovanni þarf að gefa verulega í ef hann á að vera jafn góður og pabbinn en hann er hörkuleikmaður og þetta tímabil er hans langbesta á ferlinum. Simeone náði sér ekki á strik með Cagliari á síðasta tímabili og var lánaður til Hellas Verona í sumar. Og hann hefur blómstrað í borg þeirra Rómeos og Júlíu. Simeone er þriðji markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með tólf mörk og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að jafna mesta markafjölda sinn á tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni. El Cholito hefur ekki leikið með argentínska landsliðinu síðan 2018 en hlýtur að gera tilkall í HM-hóp Argentínu. Joao Pedro, framherji Cagliari Joao Pedro er fyrirliði Cagliari.getty/Luigi Canu Fáir leikmenn í ítölsku úrvalsdeildinni eru mikilvægari fyrir sitt lið en Joao Pedro fyrir Cagliari. Sardiníuliðið hefur skorað 24 deildarmörk á tímabilinu og Joao Pedro hefur komið með beinum hætti að fjórtán þeirra, skorað tíu og lagt upp fjögur. Án framlags hans væri Cagliari í sannkölluðum skítamálum. Joao Pedro hefur leikið með Cagliari frá 2014 og er fjórði markahæstur í sögu félagsins. Undanfarin þrjú tímabil hefur Joao Pedro skorað samtals 44 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann var valinn í ítalska landsliðið í síðasta mánuði. Joao Pedro er Brasilíumaður en fékk ítalskan ríkisborgararétt 2017. Lorenzo Pellegrini Lorenzo Pellegrini hefur tvisvar sinnum skorað mark mánaðarins í ítölsku úrvalsdeildinni.getty/Paolo Bruno Lorenzo Pellegrini er Rómverji í húð og hár. Hann er uppalinn hjá Roma en var seldur til Sassuolo 2015. Roma setti þó endursöluákvæði í samning Pellegrinis og nýtti sér það tveimur árum seinna. José Mourinho gerði Pellegrini að fyrirliða Roma og það virðist hafa valdeflt hann. Hann hefur verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu og er búinn að skora níu mörk í öllum keppnum. Pellegrini missti af Evrópumótinu vegna meiðsla en sneri aftur í ítalska landsliðið í haust. Hefur leikið tuttugu landsleiki og skorað þrjú mörk. Pellegrini var með óreglulegan hjartslátt á sínum yngri árum en það hefur ekki háð honum á fullorðinsárum. Alessandro Bastoni Alessandro Bastoni býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára.getty/Giuseppe Bellini Alessandro Bastoni er frá Langbarðalandi og er einn fjölmargra góðra leikmanna sem hafa komið úr unglingastarfi Atalanta. Inter keypti hann 2017 en lánaði hann strax aftur til Atalanta og svo til Parma. Undanfarin þrjú tímabil hefur Bastoni verið í stóru hlutverki hjá Inter og varð ítalskur meistari með liðinu í fyrra. Ítalir framleiða ekki jafn marga góða varnarmenn og áður en Bastoni sver sig í ætt við varnarhetjur liðinna ára. Ofan á það er hann afar vel spilandi og með frábæran vinstri fót. Bastoni spilar jafnan vinstra megin í þriggja manna vörn Inter. Hefur leikið níu landsleiki og var í Evrópumeistaraliði Ítala í fyrra. Gianluca Scamacca Gianluca Scamacca er engin smásmíði og telur 1,95 metra.getty/Francesco Scaccianoce Tveir af bestu ungu framherjum Ítalíu leika með Sassuolo, áðurnefndur Raspadori og Gianluca Scamacca. Sá síðarnefndi er uppalinn hjá Lazio og Roma en fór ungur til PSV Eindhoven í Hollandi. Sassuolo keypti Scamacca 2017 og lánaði hann víða næstu árin. Á síðasta tímabili lék hann vel með Genoa og skoraði átta mörk í ítölsku deildinni. Scamacca fékk svo loks tækifæri með Sassuolo í vetur og hefur nýtt það stórvel. Þessi stóri og stæðilegi framherji og er kominn með níu deildarmörk þrátt fyrir að hafa aðeins þrettán sinnum verið í byrjunarliði Sassuolo. Scamacca, sem er fæddur á nýársdag 1999, lék sína fyrstu landsleiki síðasta haust. Helsta fyrirmynd Scamaccas er Zlatan og hann hefur verið kallaður hinn ítalski Ibrahimovic. Theo Hernández Theo Hernandez og félagar í AC Milan eru í harðri baráttu um ítalska meistaratitilinn.getty/fabrizio carabelli Theo Hernandez er einn af lykilmönnunum í upprisu AC Milan undanfarin ár. Milan keypti hann frá Real Madrid sumarið 2019 fyrir aðeins tuttugu milljónir evra. Sú fjárfesting hefur borgað sig. Undanfarin þrjú tímabil hefur Hernandez skilað tölum sem hvaða miðjumaður væri stoltur af. Samtals hefur hann skorað sautján mörk og gefið þrettán stoðsendingar í 83 deildarleikjum fyrir Milan. Hernandez kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Faðir hans, Jean-Francois, lék í Frakklandi og á Spáni og eldri bróðir hans, Lucas, leikur með Bayern München og franska landsliðinu. Hernandez þurfti að bíða nokkuð lengi eftir að fá tækifæri með franska landsliðinu en fékk það loks síðasta haust. Hann skoraði meðal annars sigurmark Frakka í 3-2 sigri á Belgum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.
Ítalski boltinn Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn