Endugerðu flísgallann frá vetrarólympíuleikunum 1998 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 13:00 Til vinstri má sjá Sturlu Snæ Snorrason A-landsliðsmann í alpgreinum sem keppir nú á vetrarólympíuleikunum í Peking. Til hægri má sjá Kristinn Björnsson landsliðsmann á vetrarólympíuleikunum í Naganó 1998. Samsett mynd Íslenski fataframleiðandinn 66°Norður frumsýndi í dag nýjan Kríu flísgalla, sem er endurgerð á galla sem var sérstaklega framleiddur og hannaður fyrir íslensku keppendurna á vetrarólympíuleikunum í Nagano árið 1998. Vetrarólympíuleikarnir 2022 voru settir í Peking í hádeginu í dag og stendur setningarathöfnin nú enn yfir. 66°Norður er samstarfsaðili Ólympíuliðs Íslands 2022 og Skíðasambands Íslands og stykir landsliðið með fatnað á leikunum. Mun íslenska skíðalandsliðið klæðast fatnaði frá fyrirtækinu á leikunum í ár, þó ekki þessum endurgerða galla. Sturla Snær Snorrason A-landsliðsmaður í alpgreinum sést hér í nýja gallanum en hann var einnig fánaberi Íslands á opnunarathöfninni í Peking rétt í þessu ásamt skíðagöngukonunni Kristrúnu Guðnadóttur. Sturla Snær Snorrason.66°Norður Fimm Íslendingar keppa á leikunum í þetta skiptið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig, Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig, Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga, Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu og Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu. Þeir Sturla Snær, Snorri og Isak voru allir á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir fjórum árum en Hólmfríður Dóra og Kristrún fara nú á sína fyrstu leika. Íslenski hópurinn á setningarathöfninni rétt í þessu. Viðburðurinn hófst klukkan 12 að íslenskum tíma.Getty/Maddie Meyer „Kríu vörulínan byggir á sígildri hönnun sem náði miklum vinsældum hér á landi á tíunda áratugnum. Á jakkanum er hár kragi sem er hægt að renna upp í háls og tveir góðir vasar. Á buxunum er vatnsfráhrindandi efni á hnjám og að aftan. Gallinn er framleiddur úr afgangsefni sem fallið hefur til í framleiðslu og kemur því takmörkuðu magni. Gallinn er stór í sniði og kemur í rauðu og svörtu.“ Frá setningu leikanna fyrr í dag.Getty/ Lintao Zhang Uppfært 13:10 Í fyrstu útgáfu fréttar kom fram að landsliðið myndi keppa í þessum endurgerða galla á leikunum en það rétta er að þau keppa í fatnaði frá 66°Norður en ekki þessum ákveðna galla. Tíska og hönnun Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3. febrúar 2022 06:24 Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir 2022 voru settir í Peking í hádeginu í dag og stendur setningarathöfnin nú enn yfir. 66°Norður er samstarfsaðili Ólympíuliðs Íslands 2022 og Skíðasambands Íslands og stykir landsliðið með fatnað á leikunum. Mun íslenska skíðalandsliðið klæðast fatnaði frá fyrirtækinu á leikunum í ár, þó ekki þessum endurgerða galla. Sturla Snær Snorrason A-landsliðsmaður í alpgreinum sést hér í nýja gallanum en hann var einnig fánaberi Íslands á opnunarathöfninni í Peking rétt í þessu ásamt skíðagöngukonunni Kristrúnu Guðnadóttur. Sturla Snær Snorrason.66°Norður Fimm Íslendingar keppa á leikunum í þetta skiptið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig, Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig, Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga, Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu og Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu. Þeir Sturla Snær, Snorri og Isak voru allir á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir fjórum árum en Hólmfríður Dóra og Kristrún fara nú á sína fyrstu leika. Íslenski hópurinn á setningarathöfninni rétt í þessu. Viðburðurinn hófst klukkan 12 að íslenskum tíma.Getty/Maddie Meyer „Kríu vörulínan byggir á sígildri hönnun sem náði miklum vinsældum hér á landi á tíunda áratugnum. Á jakkanum er hár kragi sem er hægt að renna upp í háls og tveir góðir vasar. Á buxunum er vatnsfráhrindandi efni á hnjám og að aftan. Gallinn er framleiddur úr afgangsefni sem fallið hefur til í framleiðslu og kemur því takmörkuðu magni. Gallinn er stór í sniði og kemur í rauðu og svörtu.“ Frá setningu leikanna fyrr í dag.Getty/ Lintao Zhang Uppfært 13:10 Í fyrstu útgáfu fréttar kom fram að landsliðið myndi keppa í þessum endurgerða galla á leikunum en það rétta er að þau keppa í fatnaði frá 66°Norður en ekki þessum ákveðna galla.
Tíska og hönnun Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3. febrúar 2022 06:24 Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02
Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3. febrúar 2022 06:24
Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34