Hvar er hinn sértæki húsnæðismarkaður fatlaðs fólks? María Pétursdóttir skrifar 5. febrúar 2022 10:00 Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Varla er hann að finna í hlutdeildarlánum þar sem eini möguleiki einstaklings er að fjárfesta í glænýrri íbúð á verðbili sem jafnan finnst ekki á höfuðborgarsvæðinu. Ef farið er yfir vaxtaþróun og aðgerðir sem og aðgerðarleysi stjórnvalda frá upphafi efnahagskreppunnar varðandi húsnæðismarkaðinn, má færa sterk rök fyrir því að hér hafi ríkt heimatilbúið bóluástand undanfarin misseri. Söguleg vaxtalækkun varð í upphafi Covid tímabilsins sem hafði í för með sér að almenningur tók í vaxandi mæli óverðtryggð húsnæðislán svo vaxtatakturinn varð loksins í samræmi við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar má ætla að forsjálni hafi skort auk reglulegs stöðumats og nauðsynlegrar lagasetningar til að tryggja að verðlag á fasteignamarkaði færi ekki úr böndunum. Þá hefur heimsfaraldurinn vafalaust valdið verðhækkunum á fasteignum og byggingarefnum eins og þekkt er og bólan varð til. Afleiðingarnar eru þær að nú ríkir verulegur skortur á húsnæði og verðlag fer enn hækkandi. Betur stæðir foreldrar kaupa húsnæði fyrir uppkomin börn sín og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) bendir á úreltar úthlutunarreglur hlutdeildarlána. Hámarksgreiðslubyrði Í lok september voru settar reglur um hámarksgreiðslubyrði fasteignalána. Samkvæmt þeim reglum má greiðslubyrði nýrra fasteignalána ekki vera meiri en 35% af heildarráðstöfunartekjum neytenda sem áður var 40%. Hámarkshlutfallið má vera 40% fyrir fyrstu kaupendur. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins var gert jafnréttismat þar sem tiltekin voru áhrif þess að setja slíkar reglur. Áhrifanna gætti aðallega á aðgang kvenna að fasteignamarkaði þar sem þær væru að meðaltali með lægri tekjur en karlar. Að því má leiða að áhrifin koma einnig niður á fötluðu fólki á örorkulífeyri og tekjulágum einstaklingum. Því spyrjum við okkur hvers vegna ekki sé gert sambærilegt mat á áhrifum þessa á mismunandi stéttir, samhliða jafnréttisgreiningu? Þessi viðmið takmarka getu fólks til þess að taka húsnæðislán, en endurspegla samt engan veginn það greiðsluhlutfall sem fólk á leigumarkaði þarf að búa við.Í nýlegri skýrslu HMS um leigumarkaðinn kemur fram að þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og einn af hverjum tíu greiðir yfir 70% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu. Þessi hópur kemst ekki í gegnum greiðslumat bankanna til að eignast eigið húsnæði, þrátt fyrir að greiðslubyrði myndi lækka og að fyrir liggi greiðslusaga um hærri húsnæðiskostnað. Fötlun og sértækar aðgerðir Það er skortur á lánsúrræðum en það er vel mögulegt að auka hlutdeild ríkisins í hlutdeildarlánum svo eitthvað sé nefnt og lengja lánstíma enda mikilvægara að fólk ráði við afborganir en að eign sé greidd upp á stuttum tíma. Þá er mikilvægt að fatlað fólk sem á eignir geti sinnt endurfjármögnun og viðhaldi til jafns við aðra, á kjörum sem henta þeirra innkomu og því afar mikilvægt að greiðslumat bankanna og lánsúrræði sé ekki allt sniðið í sama mót eða fyrir sama notendahóp. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál skorar á ríkisstjórnina að þróa sértækan húsnæðismarkað, með sérsniðnu greiðslumati og nýjum lánaflokkum, svo fatlað fólk komist í gegnum greiðslumat og geti eignast eigið húsnæði eða sinnt viðhaldi eigna sinna á eðlilegum kjörum, en þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum á grimmum leigumarkaði eða „almennum” húsnæðismarkaði. Höfundur fer fyrir málefnahópi ÖBÍ um húsnæðismál.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun