Þungavigtin: Mómentið er núna fyrir Dag Sig að taka við íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Þungavigtin Guðmundur Guðmundsson gerði frábæra hluti með íslenska handboltalandsliðið á Evrópumótinu í síðasta mánuði en hann er ekki kominn með nýjan samning. Landsliðsþjálfarastaðan var til umræðu í nýjasta þættinum af Þungavigtinni þar sem Seinni bylgju sérfræðingurinn Theódór Ingi Pálmason var gestur þáttarins. Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Þungavigtin Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Þungavigtin Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast