Roy Keane gæti snúið aftur í þjálfun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 06:30 Roy Keane er á óskalista Sunderland. Ash Donelon/Manchester United Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, gæti snúið sér aftur að þjálfun eftir tíu ára fjarveru, en Sunderland er sagt hafa áhuga á því að ræða við kappann. Keane hóf þjálfaraferil sinn hjá Sunderland, en hann stýrði liðinu frá 2006 til 2008. Hann kom liðinu upp í úrvalsdeild á sínu fyrsta tímabili og hafnaði í 15. sæti árið eftir. Hann skildi svo við liðið í desember árið 2008 eftir erfitt gengi á fyrri hluta tímabils. Keane var seinast aðalþjálfari fyrir rúmum tíu árum þegar hann þjálfaði Ipswich Town. Síðan þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, Aston Villa og Nottingham Forest, ásamt því að starfa sem sparkspekingur hjá Sky Sports. Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Keane nú áhuga á því að snúa sér aftur að þjálfun. Í samtali við Sky Sports árið 2014 talaði Írinn vel um tíma sinn hjá Sunderland og lofaði því að hann myndi láta reyna á þjálfaraferilinn aftur. „Ég á góðar minningar frá tíma mínum hjá Sunderland. Þetta er flottur klúbbur. Það er bara slæmt að þetta hafi endað þannig að ég hafi átt í rifrildi við eigandann, en ég átti góða daga þarna,“ sagði Keane árið 2014. „Ég mun verða þjálfari á ný. Ég mun klárlega fara aftur út í þjálfun,“ bætti hann við. 🚨 BREAKING 🚨Roy Keane to be interviewed for the Sunderland manager's vacancy pic.twitter.com/EauOmS7Ado— Football Daily (@footballdaily) February 3, 2022 Keane er þó ekki sá eini sem kemur til greina sem næsti stjóri Sunderland. Neil Lennon, Neil Warnock og Grant McCann eru einnig á lista félagsins. Sunderland situr nú í þriðja sæti ensku C-deildarinnar með 54 stig eftir 29 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Rotherham. Efstu tvö sæti C-deildarinnar gefa beint sæti í B-deildinni, en þriðja til sjötta sæti gefa sæti í umspili. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira
Keane hóf þjálfaraferil sinn hjá Sunderland, en hann stýrði liðinu frá 2006 til 2008. Hann kom liðinu upp í úrvalsdeild á sínu fyrsta tímabili og hafnaði í 15. sæti árið eftir. Hann skildi svo við liðið í desember árið 2008 eftir erfitt gengi á fyrri hluta tímabils. Keane var seinast aðalþjálfari fyrir rúmum tíu árum þegar hann þjálfaði Ipswich Town. Síðan þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, Aston Villa og Nottingham Forest, ásamt því að starfa sem sparkspekingur hjá Sky Sports. Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Keane nú áhuga á því að snúa sér aftur að þjálfun. Í samtali við Sky Sports árið 2014 talaði Írinn vel um tíma sinn hjá Sunderland og lofaði því að hann myndi láta reyna á þjálfaraferilinn aftur. „Ég á góðar minningar frá tíma mínum hjá Sunderland. Þetta er flottur klúbbur. Það er bara slæmt að þetta hafi endað þannig að ég hafi átt í rifrildi við eigandann, en ég átti góða daga þarna,“ sagði Keane árið 2014. „Ég mun verða þjálfari á ný. Ég mun klárlega fara aftur út í þjálfun,“ bætti hann við. 🚨 BREAKING 🚨Roy Keane to be interviewed for the Sunderland manager's vacancy pic.twitter.com/EauOmS7Ado— Football Daily (@footballdaily) February 3, 2022 Keane er þó ekki sá eini sem kemur til greina sem næsti stjóri Sunderland. Neil Lennon, Neil Warnock og Grant McCann eru einnig á lista félagsins. Sunderland situr nú í þriðja sæti ensku C-deildarinnar með 54 stig eftir 29 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Rotherham. Efstu tvö sæti C-deildarinnar gefa beint sæti í B-deildinni, en þriðja til sjötta sæti gefa sæti í umspili.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira