Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 22:01 Oddur Júlíusson og Ebba Katrín Finnsdóttir eru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. Ebba Katrín Finnsdóttir og Oddur Júlíusson eru bæði útskrifuð úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Oddur útskrifaðist árið 2013 og hefur síðan þá verið fastráðinn í Þjóðleikhúsinu samhliða því að hafa leikið í hinum ýmsu þáttum og kvikmyndum. Ebba Katrín útskrifaðist árið 2018 og starfaði í kjölfarið eitt leikár í Borgarleikhúsinu áður en hún færði sig yfir í Þjóðleikhúsið þar sem hún hefur verið síðan. Ebba sló nýlega í gegn í hlutverki sjálfrar Júlíu í sýningunni Rómeó og Júlíu. Þau Ebba Katrín og Oddur voru gestir í 42. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég var búinn að stilla mig inn á það að vera þolinmóður“ „Við þekktumst svona lítillega áður en við fórum að stinga saman nefjum. Við áttum sameiginlega vini. Ég var að vinna niðri í Þjóðleikhúsi og Ebba var líka að vinna niðri í Þjóðleikhúsi þá sem dresser og við vorum búin að vita af hvoru öðru í svolítinn tíma. Svo allt í einu kviknar svona áhugi hjá mér fyrst og vinir okkar fara svona að fatta þetta og fara svona að peppa mig og líka hana. Þannig það var svona aðeins verið að ýta okkur saman,“ segir Oddur. Þau voru að vinna í sömu sýningu og Oddur var farinn að gera sér upp tilefni til þess að kíkja á Ebbu og spjalla. Vinir hans höfðu hins vegar sagt honum það að Ebba væri flókin týpa og erfitt væri að nálgast hana. „Hún var í fyrsta lagi á lokaári í Listaháskólanum, en allt námið er maður í rauninni með hausinn uppi í rassgatinu á sjálfum sér. Maður er ekkert að hugsa um neitt annað, maður er bara að hugsa um námið. Maður hittir varla fjölskylduna sína, hvað þá að vera nenna standa í einhverju svona dúlli. Þannig ég var búinn að stilla mig inn á það að vera þolinmóður.“ Bauð henni út á snjósleða Einn daginn ákvað hann þó að taka af skarið og bjóða henni á stefnumót. Hann vildi vera ævintýragjarn og hans fyrsta hugmynd var að bjóða henni út í fótbolta. Veðrið var þó ekki að vinna með honum, enda var þetta um hávetur. Hann brá því á það ráð að bjóða henni út á Stiga-sleða í Plútó brekkunni á Nesinu. „Það var óveður og ég sá ekki framan í hann. Við fórum svona tvær og hálfa ferð og ákváðum svo að þetta væri bara komið gott,“ segir Ebba um fyrsta stefnumótið. Ebba og Oddur kynntust innan veggja Þjóðleikhússins. Fann tíma fyrir hann þrátt fyrir fullbókaða dagskrá Eftir stefnumótið heyrði Oddur hins vegar lítið frá Ebbu, enda mikið að gera bæði í skóla og vinnu. „Hefði ég ekki gengið sjálfur í gegnum þennan skóla þá hefði mig ekki grunað að Ebba hefði snefil af áhuga á mér, af því merkin voru fá. En svo fór ég að reyna finna merkin og það bjargaði mér." Hann segir frá því að einn fimmtudaginn hafi hann spurt hana hvort hún vildi hitta sig. Þá hafi hann fengið það svar að hún gæti hitt hann næsta þriðjudag á milli klukkan 16 og 17. „Síðan hitti ég hana og ég man eftir því að hafa séð dagatalið hjá henni og þá var þetta bara virkilega eini klukkutíminn sem hún átti alla vikuna og ég hugsaði: Æ hún gaf mér hann!,“ segir Oddur. Góðs viti að hún hefði sagt mömmu sinni frá honum Annað merkið kom svo þegar Oddur mætti á söngkynningu Listaháskólans og móðir Ebbu kom og kynnti sig fyrir honum. „Ég hugsaði að fyrst hún væri búin að segja mömmu sinni frá mér, þá hlyti þetta að skipta einhverju máli. Ég þurfti svona að lesa í öll þessi merki. Þetta var þrautaganga og ég skil eiginlega ekki alveg hvað mér gekk til,“ segir Oddur. „Það var eitthvað sem dró mig áfram á meðan rökhyggjan mín sagði mér að þetta væri ekkert að fara neitt. Þetta gerðist svo hægt en svo fann ég þetta alveg ágerast og við fórum að eyða meiri tíma saman.“ Óvart sambandsafmæli á Valentínusardaginn Í þættinum segja þau einnig frá augnablikinu sem þau ákváðu að þau væru nú formlega kærustupar. Ebba hafði verið í mat hjá foreldrum sínum þegar bróðir hennar gekk á hana og spurði hana hvort hún og Oddur væru par. Hann skildi svo ekkert í því þegar Ebba svaraði honum að þau væru einfaldlega ekki búin að ræða það. Ebba fór svo til Odds um kvöldið og sagði: „Hérna Árni bróðir var eitthvað að spá hvort að við værum kærustupar.“ Oddur svaraði því á þann hátt að hann væri til ef hún væri til. Nokkrum dögum síðar áttuðu þau sig á því að þetta samtal hafði átt sér stað á sjálfan Valentínusardaginn og því markar sá rómantíski dagur sambandsafmæli þeirra, þó það hafi verið óviljandi. Undarleg hegðun í aðdraganda bónorðsins Þau höfðu verið saman í nokkur ár þegar heimsfaraldur skall á sem hafði gríðarleg áhrif á vinnu þeirra beggja. Heilt ár leið þar sem þau eyddu nánast öllum stundum ofan í hvoru öðru. Það varð til þess að Oddur hugsaði með sér að fyrst þau hefðu komist í gegnum það ár, þá kæmust þau saman í gegnum hvað sem er. Hann tók því ákvörðun um að biðja hennar í Flatey, þar sem foreldrar hans eiga sumarhús. Sjá: Ebba Katrín og Oddur trúlofuðu sig í Flatey Þegar þau lögðu af stað í ferðalagið tók Ebba eftir því að Oddur var farinn að hegða sér óvenjulega. Það vakti sérstaka athygli hennar þegar Katrín Halldóra, leikkona og vinkona Odds hringdi í hann þegar þau voru nýlögð af stað. „Hann svarar og segir „Hæ Kata, Ebba er hérna með mér!“,“ en þá var Katrín ein af þeim fáu sem vissu af áformum Odds og hann vildi því fyrirbyggja að hún myndi óvart tala af sér. „Ertu með einhverja klámspólu þarna ofan í?“ Eitt kvöldið í Flatey ætlaði Ebba svo að sækja hátalara sem var í töskunni hans Odds. Hann tók þá skyndilega á sprett til þess að vera á undan henni og varð svo undarlegur á svipinn þegar hann loks opnaði töskuna. „Ég spyr: Hvað var þetta? Ertu með einhverja klámspólu þarna ofan í eða?“ Það var svo einn blíðviðrisdaginn í Flatey sem þau Ebba og Oddur nutu sín saman úti á palli og Ebba stakk upp á því að þau myndu opna kampavínsflösku. Oddur ákvað að nú væri rétta augnablikið. „Þarna var ég búinn að sækja boxið og var með það í vasanum. Ég var í þannig buxum að boxið sást alveg í vasanum. Ég þurfti að setjast niður mjög skringilega og setja höndina yfir vasann. Svo loksins náðum við í flöskuna og hellum í glös.“ Oddur ákvað því næst að taka upp símann til þess að taka mynd af Ebbu og fór niður á hné til þess að ná ákveðnu sjónarhorni. Hann kveikti á myndbandsupptöku og bar loks upp stóru spurninguna. „Það var svo eitthvað ósjálfrátt viðbragð hjá mér að ég slökkti á kamerunni um leið og ég var búin að spyrja hana. Þannig við eigum video af því þegar hún sér boxið og segir „Oddur!“ en svo ekkert meir.“ Oddur bað Ebbu Katrínar á eftirminnilegan hátt einn fallegan dag í Flatey. Eftirminnilegt brúðkaup á Suðureyri Í þættinum segja þau frá eftirminnilegri helgi á Vestfjörðum. Þeim hafði verið boðið í brúðkaup á Suðureyri en gleymdu að hugsa fyrir gistingu. Það fór svo að Oddur leigði pínulítið ferðahýsi sem hann gat tengt aftan í bílinn. Ebba var hins vegar föst í bænum, svo Oddur lagði af stað á föstudeginum og stóð til að Ebba kæmi á laugardeginum. Þau sáu fyrir sér að eyða rómantískri helgi tvö saman í litla notalega ferðahýsinu. „Það var svona gler í loftinu og maður gat horft á stjörnurnar. Svo var bara ótrúlega þægileg dýna og allt svo fullkomið. Ég var svo spenntur að fá Ebbu.“ Týndi lyklinum Á laugardeginum þegar veisluhöld stóðu í hæstu hæðum, uppgötvaði Oddur að hann hefði týnt lyklinum að ferðahýsinu. Það fór svo að á meðan aðrir gestir skemmtu sér konunglega inni á bar á Suðureyri, stóð Oddur einn úti í rigningunni að leita að lyklinum. „Ég var svo svekktur. Ég var svo reiður úti í sjálfan mig. Ég gat ekki kennt neinum öðrum um þetta heldur en sjálfum mér,“ segir Oddur sem gafst á endanum upp á leitinni. Það fór svo að þau gistu hjá vinum sínum á Flateyri. Daginn eftir, rétt áður en brúðkaupsathöfnin sjálf fór fram, hvatti Ebba Odd til þess að fara út að leita einu sinni enn. Hann hafði þó litla trú á því að sú leit myndi bera árangur. Allt kom þó fyrir ekki og lykillinn kom í leitirnar. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Ebbu og Odd í heild sinni. Í þættinum fara þau um víðan völl og ræða meðal annars um leiklistina, matarboð, útilegur og fatapokana hennar Ebbu. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 „Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00 Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. 12. janúar 2022 22:15 Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Ebba Katrín Finnsdóttir og Oddur Júlíusson eru bæði útskrifuð úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Oddur útskrifaðist árið 2013 og hefur síðan þá verið fastráðinn í Þjóðleikhúsinu samhliða því að hafa leikið í hinum ýmsu þáttum og kvikmyndum. Ebba Katrín útskrifaðist árið 2018 og starfaði í kjölfarið eitt leikár í Borgarleikhúsinu áður en hún færði sig yfir í Þjóðleikhúsið þar sem hún hefur verið síðan. Ebba sló nýlega í gegn í hlutverki sjálfrar Júlíu í sýningunni Rómeó og Júlíu. Þau Ebba Katrín og Oddur voru gestir í 42. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég var búinn að stilla mig inn á það að vera þolinmóður“ „Við þekktumst svona lítillega áður en við fórum að stinga saman nefjum. Við áttum sameiginlega vini. Ég var að vinna niðri í Þjóðleikhúsi og Ebba var líka að vinna niðri í Þjóðleikhúsi þá sem dresser og við vorum búin að vita af hvoru öðru í svolítinn tíma. Svo allt í einu kviknar svona áhugi hjá mér fyrst og vinir okkar fara svona að fatta þetta og fara svona að peppa mig og líka hana. Þannig það var svona aðeins verið að ýta okkur saman,“ segir Oddur. Þau voru að vinna í sömu sýningu og Oddur var farinn að gera sér upp tilefni til þess að kíkja á Ebbu og spjalla. Vinir hans höfðu hins vegar sagt honum það að Ebba væri flókin týpa og erfitt væri að nálgast hana. „Hún var í fyrsta lagi á lokaári í Listaháskólanum, en allt námið er maður í rauninni með hausinn uppi í rassgatinu á sjálfum sér. Maður er ekkert að hugsa um neitt annað, maður er bara að hugsa um námið. Maður hittir varla fjölskylduna sína, hvað þá að vera nenna standa í einhverju svona dúlli. Þannig ég var búinn að stilla mig inn á það að vera þolinmóður.“ Bauð henni út á snjósleða Einn daginn ákvað hann þó að taka af skarið og bjóða henni á stefnumót. Hann vildi vera ævintýragjarn og hans fyrsta hugmynd var að bjóða henni út í fótbolta. Veðrið var þó ekki að vinna með honum, enda var þetta um hávetur. Hann brá því á það ráð að bjóða henni út á Stiga-sleða í Plútó brekkunni á Nesinu. „Það var óveður og ég sá ekki framan í hann. Við fórum svona tvær og hálfa ferð og ákváðum svo að þetta væri bara komið gott,“ segir Ebba um fyrsta stefnumótið. Ebba og Oddur kynntust innan veggja Þjóðleikhússins. Fann tíma fyrir hann þrátt fyrir fullbókaða dagskrá Eftir stefnumótið heyrði Oddur hins vegar lítið frá Ebbu, enda mikið að gera bæði í skóla og vinnu. „Hefði ég ekki gengið sjálfur í gegnum þennan skóla þá hefði mig ekki grunað að Ebba hefði snefil af áhuga á mér, af því merkin voru fá. En svo fór ég að reyna finna merkin og það bjargaði mér." Hann segir frá því að einn fimmtudaginn hafi hann spurt hana hvort hún vildi hitta sig. Þá hafi hann fengið það svar að hún gæti hitt hann næsta þriðjudag á milli klukkan 16 og 17. „Síðan hitti ég hana og ég man eftir því að hafa séð dagatalið hjá henni og þá var þetta bara virkilega eini klukkutíminn sem hún átti alla vikuna og ég hugsaði: Æ hún gaf mér hann!,“ segir Oddur. Góðs viti að hún hefði sagt mömmu sinni frá honum Annað merkið kom svo þegar Oddur mætti á söngkynningu Listaháskólans og móðir Ebbu kom og kynnti sig fyrir honum. „Ég hugsaði að fyrst hún væri búin að segja mömmu sinni frá mér, þá hlyti þetta að skipta einhverju máli. Ég þurfti svona að lesa í öll þessi merki. Þetta var þrautaganga og ég skil eiginlega ekki alveg hvað mér gekk til,“ segir Oddur. „Það var eitthvað sem dró mig áfram á meðan rökhyggjan mín sagði mér að þetta væri ekkert að fara neitt. Þetta gerðist svo hægt en svo fann ég þetta alveg ágerast og við fórum að eyða meiri tíma saman.“ Óvart sambandsafmæli á Valentínusardaginn Í þættinum segja þau einnig frá augnablikinu sem þau ákváðu að þau væru nú formlega kærustupar. Ebba hafði verið í mat hjá foreldrum sínum þegar bróðir hennar gekk á hana og spurði hana hvort hún og Oddur væru par. Hann skildi svo ekkert í því þegar Ebba svaraði honum að þau væru einfaldlega ekki búin að ræða það. Ebba fór svo til Odds um kvöldið og sagði: „Hérna Árni bróðir var eitthvað að spá hvort að við værum kærustupar.“ Oddur svaraði því á þann hátt að hann væri til ef hún væri til. Nokkrum dögum síðar áttuðu þau sig á því að þetta samtal hafði átt sér stað á sjálfan Valentínusardaginn og því markar sá rómantíski dagur sambandsafmæli þeirra, þó það hafi verið óviljandi. Undarleg hegðun í aðdraganda bónorðsins Þau höfðu verið saman í nokkur ár þegar heimsfaraldur skall á sem hafði gríðarleg áhrif á vinnu þeirra beggja. Heilt ár leið þar sem þau eyddu nánast öllum stundum ofan í hvoru öðru. Það varð til þess að Oddur hugsaði með sér að fyrst þau hefðu komist í gegnum það ár, þá kæmust þau saman í gegnum hvað sem er. Hann tók því ákvörðun um að biðja hennar í Flatey, þar sem foreldrar hans eiga sumarhús. Sjá: Ebba Katrín og Oddur trúlofuðu sig í Flatey Þegar þau lögðu af stað í ferðalagið tók Ebba eftir því að Oddur var farinn að hegða sér óvenjulega. Það vakti sérstaka athygli hennar þegar Katrín Halldóra, leikkona og vinkona Odds hringdi í hann þegar þau voru nýlögð af stað. „Hann svarar og segir „Hæ Kata, Ebba er hérna með mér!“,“ en þá var Katrín ein af þeim fáu sem vissu af áformum Odds og hann vildi því fyrirbyggja að hún myndi óvart tala af sér. „Ertu með einhverja klámspólu þarna ofan í?“ Eitt kvöldið í Flatey ætlaði Ebba svo að sækja hátalara sem var í töskunni hans Odds. Hann tók þá skyndilega á sprett til þess að vera á undan henni og varð svo undarlegur á svipinn þegar hann loks opnaði töskuna. „Ég spyr: Hvað var þetta? Ertu með einhverja klámspólu þarna ofan í eða?“ Það var svo einn blíðviðrisdaginn í Flatey sem þau Ebba og Oddur nutu sín saman úti á palli og Ebba stakk upp á því að þau myndu opna kampavínsflösku. Oddur ákvað að nú væri rétta augnablikið. „Þarna var ég búinn að sækja boxið og var með það í vasanum. Ég var í þannig buxum að boxið sást alveg í vasanum. Ég þurfti að setjast niður mjög skringilega og setja höndina yfir vasann. Svo loksins náðum við í flöskuna og hellum í glös.“ Oddur ákvað því næst að taka upp símann til þess að taka mynd af Ebbu og fór niður á hné til þess að ná ákveðnu sjónarhorni. Hann kveikti á myndbandsupptöku og bar loks upp stóru spurninguna. „Það var svo eitthvað ósjálfrátt viðbragð hjá mér að ég slökkti á kamerunni um leið og ég var búin að spyrja hana. Þannig við eigum video af því þegar hún sér boxið og segir „Oddur!“ en svo ekkert meir.“ Oddur bað Ebbu Katrínar á eftirminnilegan hátt einn fallegan dag í Flatey. Eftirminnilegt brúðkaup á Suðureyri Í þættinum segja þau frá eftirminnilegri helgi á Vestfjörðum. Þeim hafði verið boðið í brúðkaup á Suðureyri en gleymdu að hugsa fyrir gistingu. Það fór svo að Oddur leigði pínulítið ferðahýsi sem hann gat tengt aftan í bílinn. Ebba var hins vegar föst í bænum, svo Oddur lagði af stað á föstudeginum og stóð til að Ebba kæmi á laugardeginum. Þau sáu fyrir sér að eyða rómantískri helgi tvö saman í litla notalega ferðahýsinu. „Það var svona gler í loftinu og maður gat horft á stjörnurnar. Svo var bara ótrúlega þægileg dýna og allt svo fullkomið. Ég var svo spenntur að fá Ebbu.“ Týndi lyklinum Á laugardeginum þegar veisluhöld stóðu í hæstu hæðum, uppgötvaði Oddur að hann hefði týnt lyklinum að ferðahýsinu. Það fór svo að á meðan aðrir gestir skemmtu sér konunglega inni á bar á Suðureyri, stóð Oddur einn úti í rigningunni að leita að lyklinum. „Ég var svo svekktur. Ég var svo reiður úti í sjálfan mig. Ég gat ekki kennt neinum öðrum um þetta heldur en sjálfum mér,“ segir Oddur sem gafst á endanum upp á leitinni. Það fór svo að þau gistu hjá vinum sínum á Flateyri. Daginn eftir, rétt áður en brúðkaupsathöfnin sjálf fór fram, hvatti Ebba Odd til þess að fara út að leita einu sinni enn. Hann hafði þó litla trú á því að sú leit myndi bera árangur. Allt kom þó fyrir ekki og lykillinn kom í leitirnar. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Ebbu og Odd í heild sinni. Í þættinum fara þau um víðan völl og ræða meðal annars um leiklistina, matarboð, útilegur og fatapokana hennar Ebbu.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 „Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00 Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. 12. janúar 2022 22:15 Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00
„Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00
Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. 12. janúar 2022 22:15
Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00