Sadio Mane: Þið sjáið á andlitinu mínu hvað ég er glaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 08:31 Sadio Mane fagnar markinu sínu í sigrinum í undanúrslitaleiknum í gær. AP/Sunday Alamba Sadio Mane jafnaði markamet senegalska landsliðsins í gær þegar hann hjálpaði þjóð sinni að komast í úrslitaleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Senegal vann Búrkína Fasó 3-1 og mætir annað hvort Egyptalandi eða Kamerún í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mane innsiglaði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok en þetta var hans 29. mark fyrir Senegal og með því jafnaði hann markamet Henri Camara. Abdou Diallo og Idrissa Gueye höfðu skorað hin mörkin. Sadio Mané has three goals and two assists in six AFCON games for #TeamSenegal pic.twitter.com/d5uCMxMugm— B/R Football (@brfootball) February 2, 2022 „Þetta sýnir meðbyrinn sem er með okkur. Við vissum að það yrði ekki auðvelt að komast í tvo úrslitaleiki í Afríkukeppninni í röð. Það mikilvægasta fyrir okkur núna er að fara í úrslitaleikinn og vinna hann sama hverjum við mætum,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Búrkína liði sem skapaði okkur fullt af vandamálum. Við bjuggumst við erfiðum leik og hann varð það. Við héldum ró okkar og sköpuðum fullt af færum. Mér fannst við eiga sigurinn skilið,“ sagði Mane. „Þið sjáið á andlitinu mínu hvað ég er glaður sem er alveg fullkomlega eðlilegt. Ég er mjög stoltur og ánægður fyrir mína hönd, fyrir hönd liðsfélaganna og fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði Mane. A delicious chip to seal the W Sadio Mane s late finish wins our #GoalOfTheDay #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamSenegal | @1xbet_ENG pic.twitter.com/ZuXUDCb0Yl— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) February 3, 2022 Senegal hefur aldrei unnið Afríkukeppnina en liðið tapaði 1-0 á móti Alsír í úrslitaleiknum á síðustu keppni og þurfti einnig að sætta sig við silfur árið 2002 en þá töpuðu Senegalar í vítaspyrnukeppni á móti Kamerún. Mane hefur skorað þrjú mörk í keppninni en aðeins Kamerúnarnir Vincent Aboubakar (6 mörk) og Karl Toko Ekambi (5 mörk) hafa skorað fleiri. Í kvöld kemur síðan í ljóst hvort liðsfélagi Mane hjá Liverpool, Mohamed Salah, komist líka í úrslitaleikinn með egypska landsliðinu sem spilar þá við heimamenn í Kamerún í hinum undanúrslitaleiknum. Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Senegal vann Búrkína Fasó 3-1 og mætir annað hvort Egyptalandi eða Kamerún í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Mane innsiglaði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok en þetta var hans 29. mark fyrir Senegal og með því jafnaði hann markamet Henri Camara. Abdou Diallo og Idrissa Gueye höfðu skorað hin mörkin. Sadio Mané has three goals and two assists in six AFCON games for #TeamSenegal pic.twitter.com/d5uCMxMugm— B/R Football (@brfootball) February 2, 2022 „Þetta sýnir meðbyrinn sem er með okkur. Við vissum að það yrði ekki auðvelt að komast í tvo úrslitaleiki í Afríkukeppninni í röð. Það mikilvægasta fyrir okkur núna er að fara í úrslitaleikinn og vinna hann sama hverjum við mætum,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. „Við vorum að spila á móti virkilega góðu Búrkína liði sem skapaði okkur fullt af vandamálum. Við bjuggumst við erfiðum leik og hann varð það. Við héldum ró okkar og sköpuðum fullt af færum. Mér fannst við eiga sigurinn skilið,“ sagði Mane. „Þið sjáið á andlitinu mínu hvað ég er glaður sem er alveg fullkomlega eðlilegt. Ég er mjög stoltur og ánægður fyrir mína hönd, fyrir hönd liðsfélaganna og fyrir hönd þjóðar minnar,“ sagði Mane. A delicious chip to seal the W Sadio Mane s late finish wins our #GoalOfTheDay #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamSenegal | @1xbet_ENG pic.twitter.com/ZuXUDCb0Yl— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) February 3, 2022 Senegal hefur aldrei unnið Afríkukeppnina en liðið tapaði 1-0 á móti Alsír í úrslitaleiknum á síðustu keppni og þurfti einnig að sætta sig við silfur árið 2002 en þá töpuðu Senegalar í vítaspyrnukeppni á móti Kamerún. Mane hefur skorað þrjú mörk í keppninni en aðeins Kamerúnarnir Vincent Aboubakar (6 mörk) og Karl Toko Ekambi (5 mörk) hafa skorað fleiri. Í kvöld kemur síðan í ljóst hvort liðsfélagi Mane hjá Liverpool, Mohamed Salah, komist líka í úrslitaleikinn með egypska landsliðinu sem spilar þá við heimamenn í Kamerún í hinum undanúrslitaleiknum.
Afríkukeppnin í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira