Íslensku stelpurnar í Bayern geta spilað sögulegan leik á Allianz Arena Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Getty/Gualter Fatia Íslendingaliðið Bayern München hefur ákveðið að taka risastórt skref fyrir kvennalið félagsins með því að leyfa konunum að spila á Allianz Arena í Meistaradeildinni. Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira