„Þessi gæi er hæfileikabúnt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2022 19:31 EC Matthews gekk í raðir Grindvíkinga í lok október á síðasta ári. Vísir/Bára Elbert Clark Matthews, eða EC Matthews eins og hann er yfirleitt kallaður, var til umræðu í seinasta þætti Körfuboltakvölds. Sérfræðingar þáttarins voru sammála um það að þarna væri hæfileikabúnt á ferðinni, en að liðsfélagar hans í Grindavík væru oft að gera honum erfitt fyrir. „EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
„EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira