„Þessi gæi er hæfileikabúnt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2022 19:31 EC Matthews gekk í raðir Grindvíkinga í lok október á síðasta ári. Vísir/Bára Elbert Clark Matthews, eða EC Matthews eins og hann er yfirleitt kallaður, var til umræðu í seinasta þætti Körfuboltakvölds. Sérfræðingar þáttarins voru sammála um það að þarna væri hæfileikabúnt á ferðinni, en að liðsfélagar hans í Grindavík væru oft að gera honum erfitt fyrir. „EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
„EC Matthews getur gert ansi mikið, en við erum svolítið búnir að ræða það að það er ekkert alltaf mikið pláss fyrir hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. „Við sjáum það hérna þegar hann fær boltann og hann vill fara á vinstri höndina, að það eru komnir þrír leikmenn akkúrat á staðinn sem hann vill ráðast á. Það er örugglega erfitt að vera leikmaður eins og EC í þessum sóknarleik.“ Sérfræðingarnir Teitur Örlygsson og Tómas Steindórsson tóku í sama streng og sögðu að samherji EC Matthews, Ivan Aurrecoechea, ætti það til að flækjast fyrir honum. „Ivan er ekkert mikið í því að hreyfa sig án bolta til þess að losa. Hann er alltaf að reyna að fá boltann til þess að skora, ekkert annað. Við sjáum það oft í sóknarleik Grindavíkur að Ivan er aldrei að fara og búa til pláss,“ sagði Teitur. „Hann veit að EC vill fara til vinstri en hann er alltaf fyrir honum þarna vinstra meginn,“ sagði Tómas. Klippa: KbK: Umræðan um EC williams Þrátt fyrir þessa erfiðleika EC Matthews í sókninni voru sérfræðingarnir þó sammála um að leimaðurinn búi yfir miklum hæfileikum. „Hérna sjáum við þegar hann færir sig, það er annaðhvort karfa eða víti,“ sagði Kjartan Atli. „Af því að þessi gæi er hæfileikabúnt.“ Tómas og Teitur tóku þá við keflinu og töluðu um mikilvægi leikmannsins í leik Grindavíkur gegn KR í nýliðinni umferð þar sem Grindavík tapaði með tveimur stigum, 83-81. „Við sáum það bara þarna í fjórða leikhluta að þá tók hann svolítið yfir leikinn og skoraði þessi stig og kom þeim aftur inn í leikinn,“ sagði Tómas. „Svona um miðbik leiksins er hann lítið með og þá gengur lítið í sóknarleik Grindavíkur,“ bætti Teitur við. „Mér fannst hann vera alveg frábær í fyrri hálfleik í dag.“ Strákarnir í settinu ræddu svo stuttlega um furðulegt gegni Grindavíkinga í seinustu leikjum þar sem liðið skorar miklu meira gegn liðum í efstu sjö sætum deildarinnar en þeim í þeim neðstu fimm, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum