Lífið

Ari Eld­járn frestar aftur: Sótt­varna­hring­ekjan heldur á­fram að koma á ó­vart

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Ari Eldjárn ætlaði að vera með áramótaskop en það hefur tvisvar frestast út af kórónuveirufaraldrinum.
Ari Eldjárn ætlaði að vera með áramótaskop en það hefur tvisvar frestast út af kórónuveirufaraldrinum.

Áramótaskopi Ara Eldjárns hefur verið frestað aftur. Ari segir þetta miður en ekki sé hægt með góðu móti að uppfylla sóttvarnir í salnum. Þá segir hann sóttvarnahringekjuna halda áfram að koma öllum á óvart. 

Ari birti færslu á facebooksíðu sinni þar sem hann greinir frá þessu. Sýningarnar koma til með að fara fram um mánaðarmótin mars apríl og verður því um páskaskop að ræða. Gert var ráð fyrir því í síðasta minnisblaði sem sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra að búið verði að afnema allar aðgerðir innanlands þann 14. mars næstkomandi. Ætti Ari því að geta haldið sýningu sína eftir miðjan mars.

Þá segir Ari að allir seldir miðar gildi sjálfkrafa áfram en fólk sem vilji geti fengið endurgreitt. 


Tengdar fréttir

Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum

Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.