Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:30 Kanye West virðist ekki vera allsáttur með nýjan kærasta barnsmóður sinnar, Kim Kardashian. Getty/Rich Fury-Dia Dipasupil Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. Orðrómurinn er á meðal þess sem Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir í Brennslutei vikunnar í morgun. Þar fór Birta yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins vestanhafs. „Kanye West endalaust að reyna skemma fyrir þeim og nýjasta nýtt er að hann sé að segja fólki að Pete Davidson sé með Aids,“ greinir Birta Líf frá. Fólk virðist þó taka þessum orðróm með fyrirvara, þar sem West hefur ekki farið leynt með það hingað til að hann sé ekki beint aðdáandi nýja kærastans. Til að mynda rappaði hann nýlega um það að berja Davidson. „Pete og fólkið í kringum hann neita þessu og segja að þetta sé ekki rétt.“ Kim reynir að halda friðinn Þetta er þó ekki eina uppátæki West sem rataði í Brennslute vikunnar. Nýlega sagðist hann hafa komist yfir tölvu með öðru kynlífsmyndbandi barnsmóður sinnar og fyrrverandi kærasta hennar Ray J. „Hann sagðist svo hafa farið og skutlað tölvunni til Kim og hún farið grátið af ánægju að þessi tölva væri komin í hennar hendur. Hann segir frá þessu í viðtali. Svo kemur teymið hennar Kim fram og segir að það hafi vissulega verið tölva, en það hafi ekkert verið neitt kynlífsmyndband númer tvö!“ Margir hafa furðað sig á því hve mikla þolinmæði Kardashian hefur sýnt hegðun fyrrverandi eiginmanns síns. Heimildarmaður People-tímaritsins segir hana einfaldlega ekki vilja gera hlutina verri en þeir eru nú þegar og því reyni hún að halda ró sinni gagnvart honum. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Brennslan Hollywood FM957 Tengdar fréttir Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru. 6. janúar 2022 11:30 Paranafnið „Juliye“ varð fyrir valinu Ye og Julia Fox mættu á fyrsta rauða dregilinn sinn saman, klædd gallaefni frá toppi til táar í stíl og greindu formlega frá paranfninu Juliye á samfélagsmiðlum. Parið mætti saman á tískusýningu hjá KENZO í París og virtist njóta þess að vera saman. Ye og Julia eru búin að vera að hittast síðan um áramótin og hafa verið dugleg að láta sjá sig á hinum ýmsu stöðum en aldrei á formlegum rauðum dregli áður. 25. janúar 2022 09:49 Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21. desember 2021 14:01 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Orðrómurinn er á meðal þess sem Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir í Brennslutei vikunnar í morgun. Þar fór Birta yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins vestanhafs. „Kanye West endalaust að reyna skemma fyrir þeim og nýjasta nýtt er að hann sé að segja fólki að Pete Davidson sé með Aids,“ greinir Birta Líf frá. Fólk virðist þó taka þessum orðróm með fyrirvara, þar sem West hefur ekki farið leynt með það hingað til að hann sé ekki beint aðdáandi nýja kærastans. Til að mynda rappaði hann nýlega um það að berja Davidson. „Pete og fólkið í kringum hann neita þessu og segja að þetta sé ekki rétt.“ Kim reynir að halda friðinn Þetta er þó ekki eina uppátæki West sem rataði í Brennslute vikunnar. Nýlega sagðist hann hafa komist yfir tölvu með öðru kynlífsmyndbandi barnsmóður sinnar og fyrrverandi kærasta hennar Ray J. „Hann sagðist svo hafa farið og skutlað tölvunni til Kim og hún farið grátið af ánægju að þessi tölva væri komin í hennar hendur. Hann segir frá þessu í viðtali. Svo kemur teymið hennar Kim fram og segir að það hafi vissulega verið tölva, en það hafi ekkert verið neitt kynlífsmyndband númer tvö!“ Margir hafa furðað sig á því hve mikla þolinmæði Kardashian hefur sýnt hegðun fyrrverandi eiginmanns síns. Heimildarmaður People-tímaritsins segir hana einfaldlega ekki vilja gera hlutina verri en þeir eru nú þegar og því reyni hún að halda ró sinni gagnvart honum. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni.
Brennslan Hollywood FM957 Tengdar fréttir Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru. 6. janúar 2022 11:30 Paranafnið „Juliye“ varð fyrir valinu Ye og Julia Fox mættu á fyrsta rauða dregilinn sinn saman, klædd gallaefni frá toppi til táar í stíl og greindu formlega frá paranfninu Juliye á samfélagsmiðlum. Parið mætti saman á tískusýningu hjá KENZO í París og virtist njóta þess að vera saman. Ye og Julia eru búin að vera að hittast síðan um áramótin og hafa verið dugleg að láta sjá sig á hinum ýmsu stöðum en aldrei á formlegum rauðum dregli áður. 25. janúar 2022 09:49 Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21. desember 2021 14:01 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Kim og Pete njóta lífsins á Bahamas Kim Kardashiann og Pete Davidson voru mynduð saman á Bahamas eyjum í gær. Parið var mætt þangað í frí og vöktu auðvitað mikla athygli alls staðar sem þau fóru. 6. janúar 2022 11:30
Paranafnið „Juliye“ varð fyrir valinu Ye og Julia Fox mættu á fyrsta rauða dregilinn sinn saman, klædd gallaefni frá toppi til táar í stíl og greindu formlega frá paranfninu Juliye á samfélagsmiðlum. Parið mætti saman á tískusýningu hjá KENZO í París og virtist njóta þess að vera saman. Ye og Julia eru búin að vera að hittast síðan um áramótin og hafa verið dugleg að láta sjá sig á hinum ýmsu stöðum en aldrei á formlegum rauðum dregli áður. 25. janúar 2022 09:49
Segir samband Kim Kardashian og Pete Davidson loksins opinbert „Þetta er orðið opinbert. Ég er búin að vera lengi að sætta mig við þetta, en þetta er bara svona. Þau eru saman,“ segir Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir um sambandið sem allra augu hafa verið á síðustu mánuði, þeirra Kim Kardashian og Pete Davidson. 21. desember 2021 14:01