Houston Dynamo valdi Þorleif númer fjögur í nýliðavali MLS-deildarinnar í síðasta mánuði. Þorleifur átti góðu gengi að fagna með Duke í háskólaboltanum í fyrra og var valinn besti sóknarmaður sinnar deildar.
Þorleifur er ekki þjálasta nafnið fyrir hinn enskumælandi heim og hann gengur undir nafninu Thor vestanhafs.
Houston er að hefja undirbúning sinn fyrir MLS-deildina og Þorleifur ákvað að bregða á leik þegar hann mætti út á flugvöll í gær. Í takt við viðurnefnið var hann með skikkju (með mynd af sjálfum sér) og hamar eins og þrumuguðinn sjálfur.
We welcome in a new member of the family a little different in H-Town
— Houston Dynamo FC (@HoustonDynamo) January 31, 2022
Welcome to the big leagues, Thor pic.twitter.com/2jWjODPYlT
Houston endaði í þrettánda og neðsta sæti Vesturdeildarinnar í fyrra. Síðustu ár hafa verið erfið hjá Houston, eða síðan liðið endaði í 4. sæti 2017.