Brady segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 13:30 Tom Brady ætlar að taka sér tíma áður en hann ákveður sig. Getty/Dylan Buell/ Því var slegið upp í öllum bandarískum miðlum um helgina að Tom Brady væri búinn að taka ákvörðun um að hætta að spila í NFL-deildinni en það lítur út fyrir að menn hafi hlaupið aðeins á sig. Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022 NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira