Brady segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 13:30 Tom Brady ætlar að taka sér tíma áður en hann ákveður sig. Getty/Dylan Buell/ Því var slegið upp í öllum bandarískum miðlum um helgina að Tom Brady væri búinn að taka ákvörðun um að hætta að spila í NFL-deildinni en það lítur út fyrir að menn hafi hlaupið aðeins á sig. Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022 NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Helstu skúbbarar NFL-deildarinnar héldu því fram að Brady væri hættur en það kom engin tilkynning frá honum sjálfum. Tom Brady hefur nú tjáð sig um stórfrétt helgarinnar. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Brady sagðist þar enn vera að velta framhaldinu fyrir sér. „Stundum tekur það dágóðan tíma að meta stöðuna, finna út hvernig þér líður og hvað þú vilt gera,“ sagði Tom Brady í nýjasta hlaðvarpsþætti sínu „Let's Go!“ sem er hlaðvarp með þeim Larry Fitzgerald og Jim Gray. „Ég tek ákvörðun en það verður ekki fyrr en að tíminn er réttur alveg eins og ég sagði í síðustu viku,“ sagði Brady. „Ég veit ekki hvenær það verður. Það sem ég veit er að ég mun vita hvenær rétti tíminn er að hætta. Ég hef verið blessaður með að fá að spila svona lengi. Síðustu ár hefur verið mikill áhugi á því hvenær ég ætli að hætta. Ég skil það. Þegar ég veit þá veit ég það. Hvenær það verður það veit ég ekki. Ég ætla ekki að flýta mér að komast að niðurstöðu,“ sagði Brady. Tom Brady says he has yet to make a decision on retirement via the #LetsGo podcast. #GoBucs #NFL #TomBrady #FPC pic.twitter.com/Xg3VIz9aK0— Full Press NFL (@FullPressNFL) February 1, 2022 Tom Brady er 44 ára gamall og fyrir löngu búinn að spila miklu lengur í NFL-deildinni en menn eru vanir. Hann hefur unnið líka sjö meistaratitla eða fleiri en nokkur annar. Brady átti frábær tímabil með Tampa Bay Buccaneers og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Liðið varð meistari í fyrra en datt út í annarri umferð úrslitakeppninnar í ár. Hann eignaðist enn fleiri met á tímabilinu þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar og metið yfir flesta sendingajarda. Brady er óumdeilanlega talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady responds to the retirement reports pic.twitter.com/zDbnRLMBFq— PFF (@PFF) February 1, 2022
NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira