Everton keypti Dele Alli en Liverpool rann út á tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 08:00 Dele Alli hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Tottenham Hotspur en þeir voru reyndar ekki margir á síðustu vikum og mánuðum. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Dele Alli er orðinn leikmaður Everton og er því laus úr kuldanum hjá Tottenham. Everton náði að klára kaupin á síðustu klukkutímum félagaskiptagluggans í gær en ekki er sömu sögu að segja af nágrönnum þeirra í Liverpool. Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Everton gæti endað á því að borga Tottenham allt að fjörutíu milljónir punda fyrir Dele Alli sem hefur aðeins byrjað tvo leiki hjá Tottenham síðan í byrjun október. Nýi stjórinn Frank Lampard fær því strax mikinn liðstyrk í Alli sem hlýtur að hungra í að sanna sig eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Tottenham undanfarin ár. BREAKING: Everton have confirmed the signing of Dele Alli from Tottenham — Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2022 Alli er enn bara 25 ára gamall en hann hefur spilað 37 landsleiki fyrir England. Hann skoraði alls 67 mörk í 269 leikjum með Tottenham. Everton mun ekki borga fyrstu tíu milljónirnar fyrir hann fyrr en hann hefur náð að spila tuttugu leiki. New manager and his first two signings - all in one #DeadlineDay. Night, Blues. x— Everton (@Everton) February 1, 2022 „Ég er mjög ánægður að hafa samið við Everton sem er stórt félag með frábæra stuðningsmenn og mikla sögu. Ég er spenntur að byrja og get varla beðið eftir fyrsta leiknum mínum í Everton búningnum,“ sagði Dele Alli. „Ég hlakka til að hjálpa liðinu og fagna tækifærinu að fá að vinna með nýja knattspyrnustjóranum Frank Lampard,“ sagði Alli. Alli má þó ekki ekki spila um helgina því það er bikarleikur á móti Brentford og hann hefur spilað með Tottenham í bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn gæti orðið deildarleikur á móti Newcastle 8. febrúar. Liverpool's bid to sign Fabio Carvalho from Fulham has fallen through. No time to get everything done.— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022 Liverpool tókst aftur á móti ekki að ganga frá táningnum efnilega, Fabio Carvalho hjá Fulham. Félögin voru búin að semja um átta milljón punda kaupverð en tókst ekki að ganga frá samningnum áður en glugginn lokaði. Liverpool ætlaði að kaupa þennan nítján ára gamla framherja og lána hann svo aftur til Fulham. Hann er fæddur í Portúgal og er með 8 mörk í 23 leikjum með Fulham síðan að hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í september. Liverpool lét sér því nægja að kaupa Luis Diaz frá Porto en hann gæti kostað félagið á endanum 60 milljónir evra. Liverpool lánaði Nat Phillips til Bournemouth og Neco Williams til Fulham.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira