Nýtt 60 íbúa hjúkrunarheimili á Selfossi – 40 fyrir höfuðborgarsvæðið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2022 20:04 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að höfðu samráði við Sveitarfélagið Árborg að 40 af 60 nýju rímunum á nýja hjúkrunarheimilinu á Selfossi verði tímabundið til ráðstöfunar fyrir íbúa af höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir hjúkrunarrými. Hönnuðir hússins eru Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. og fyrirtækið Eykt hefur annast framkvæmdirnar. Aðsend Ný styttist óðum í að nýtt hjúkrunarheimili verði opnað á Selfossi fyrir sextíu íbúa. Fjörutíu manns af höfuðborgarsvæðinu munu fá inni á nýja heimilinu. Nýja hjúkrunarheimilið er steinsnar frá sjúkrahúsinu á Selfossi en það verður Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem mun reka heimilið líkt og sjúkrahúsið. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar verður pláss fyrir 60 manns. Búið er að auglýsa eftir starfsfólki en ráða þarf í fjörutíu og fjögur hundrað prósent stöðugildi. Hjúkrunarforstjóri verður Ólöf Árnadóttir, sem er einnig hjúkrunarstjóri yfir Ljósheimum og Fossheimum, sem eru hjúkrunardeildir á sjúkrahúsinu. Á heimilinu verða fimm búsetueiningar fyrir 12 íbúa hver. „Þetta er spennandi viðbót við hjúkrunarheimilin hér á Suðurlandi og þetta glæsilega hús mun henta mjög vel í þessa starfsemi, sem við erum að fara af stað með hérna. Þetta mun breyta því að við erum náttúrlega með biðlista inn í hjúkrunarrými og þetta mun létta á því. Mér sýnist miðað við stöðuna í dag þá förum við langt með að hreinsa upp biðlistana hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring með glæsilegum garði innan í hringnum.Aðsend Díana segir að það sé búið að gera samning við Sveitarfélagið Árborg um að taka við fólki af höfuðborgarsvæðinu inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Já, þannig að við munum taka við 35 til 40 íbúum frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Díana. En hvað segir fólki við því að það eigi að taka svona mörg pláss frá fyrir höfuðborgarsvæðið? „Fólk óar við því. Þessi rými, sem eru tímabundin hefðu bara farið inn í þetta heimili en þau verða áfram í rekstri, þannig að þetta mun ekki hafa áhrif á þau pláss, sem eru raunverulega að verða til hjá okkur,“ bætir Díana við. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Iðnaðarmenn eru nú á fullum krafti að leggja lokahönd á alla vinnuna inni áður en heimilið verður opnað í mars næstkomandi. Covid hefur þú aðeins tafið vinnuna því eitthvað af iðnaðarmönnum hafa þurft að fara í einangrun eða sóttkví. Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira
Nýja hjúkrunarheimilið er steinsnar frá sjúkrahúsinu á Selfossi en það verður Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem mun reka heimilið líkt og sjúkrahúsið. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar verður pláss fyrir 60 manns. Búið er að auglýsa eftir starfsfólki en ráða þarf í fjörutíu og fjögur hundrað prósent stöðugildi. Hjúkrunarforstjóri verður Ólöf Árnadóttir, sem er einnig hjúkrunarstjóri yfir Ljósheimum og Fossheimum, sem eru hjúkrunardeildir á sjúkrahúsinu. Á heimilinu verða fimm búsetueiningar fyrir 12 íbúa hver. „Þetta er spennandi viðbót við hjúkrunarheimilin hér á Suðurlandi og þetta glæsilega hús mun henta mjög vel í þessa starfsemi, sem við erum að fara af stað með hérna. Þetta mun breyta því að við erum náttúrlega með biðlista inn í hjúkrunarrými og þetta mun létta á því. Mér sýnist miðað við stöðuna í dag þá förum við langt með að hreinsa upp biðlistana hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring með glæsilegum garði innan í hringnum.Aðsend Díana segir að það sé búið að gera samning við Sveitarfélagið Árborg um að taka við fólki af höfuðborgarsvæðinu inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Já, þannig að við munum taka við 35 til 40 íbúum frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Díana. En hvað segir fólki við því að það eigi að taka svona mörg pláss frá fyrir höfuðborgarsvæðið? „Fólk óar við því. Þessi rými, sem eru tímabundin hefðu bara farið inn í þetta heimili en þau verða áfram í rekstri, þannig að þetta mun ekki hafa áhrif á þau pláss, sem eru raunverulega að verða til hjá okkur,“ bætir Díana við. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Iðnaðarmenn eru nú á fullum krafti að leggja lokahönd á alla vinnuna inni áður en heimilið verður opnað í mars næstkomandi. Covid hefur þú aðeins tafið vinnuna því eitthvað af iðnaðarmönnum hafa þurft að fara í einangrun eða sóttkví.
Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Sjá meira