Walford er komin yfir fertugt en virðist hvergi nærri hætt. Hún er að keppa á sínum fjórðu Reykjavíkurleikum og setti heimsmet í hnébeygju í -76 kílógramma flokki í Laugardalshöllinni í dag þegar hún lyfti 192,5 kílógrömmum.
Um er að ræða heimsmet í svokölluðum Masters-flokki en það kallast flokkar í kraftlyftingum þegar keppendur hafa náð ákveðnum aldri.
Walford er þekkt innan kraftlyftingaheimsins en hún á einnig heimsmet í réttstöðulyftu í -69 kílógrammaflokki.
Hægt er að horfa á kraftlyftingar á heimasíðu Reykjavíkurleikanna.