Fyrri skjálftinn var 3,3 að stærð og sá seinni 3,5. Báðir skjálftarnir urðu um 11 kílómetrum suðsuðaustur af Grímsey. Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Þar segir að Veðurstofunni hafi ekki borist tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist en nokkrir smærri eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið.