Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. janúar 2022 10:00 Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, er einn fárra Íslendinga sem ekki er á Facebook. Sem honum finnst dásamtlegt, enda áreiti alveg nógu mikið og gaman að hitta fólk í raunheimum. Magnús skipuleggur sig á sama hátt og svo margir: Hann skrifar niður verkefnalista. Vísir/Vilhelm Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Venjulega korter í sjö til sjö en ef ég er í hlaupagírnum, sem ég er ekki þessa dagana, þá vakna ég að minnsta kosti klukkutíma fyrr. Það er nauðsynlegt að ná hlaupunum inn í upphafi dags, annars er eins víst að ekkert verði af þeim.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að renna snöggt yfir fréttir dagsins á netmiðlunum. Skoða þær með „Kauphallargleraugunum“, hvort að það er eitthvað að gerast sem við í Kauphöllinni gætum þurft að bregðast við. Léttar líkamsæfingar á baðgólfinu taka svo við. Þegar sólargangur er langur byrja ég stundum daginn á morgungöngu, nú eða hlaupum ef ég er í þeim gírnum. Mér finnst indælt að viðra mig og stilla mig af í upphafi dags. Ég kem þá vel stemmdur inn í daginn.“ Hefur þú hugleitt að byrja á Facebook? Ég held að það séu fyrst og fremst aðrir sem hafa hugleitt það fyrir mig, án undantekningar af góðum hug. Í þessari veröld upplýsingaofgnóttar finnst mér bara svo dásamlegt að vera ekki á Facebook. Það sem vakir fyrir mér er að minnka áreiti. Áreitið í dagsins önn er svo mikið að ég leitast við að minnka það frekar en auka. Vissulega missir maður stundum af einu og öðru og kemur öðru hverju af fjöllum, en það gerir oftast ekkert til. Ef mikið liggur við þá hefur fólk samband eftir öðrum leiðum. Allra skemmtilegast finnst mér að fá fréttir af fólki þegar maður hittir það í raunheimum.“ Magnús vaknar snemma og byrjar þá á því að skanna netmiðlana með „Kauphallargleraugunum“ til að sjá hvort bregðast þurfi við einhverjum fréttum. Magnús tekur léttar líkamsæfingar á baðgólfinu en viðrar sig í morgungöngu eða með hlaupi þegar veðrið er gott.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin á borðinu eru allmörg en líkast til þau mikilvægustu og skemmtilegustu lúta að nýskráningum og að breikka vöruúrvalið hjá okkur í Kauphöllinni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Í lok dags skrifa ég verkefnalista sem ég vinn eftir næsta dag. Ég er líka með lista yfir forgangsverkefni sem nær til lengri tíma, næstu viku og vikna. Umhverfið sem ég vinn í er mjög kvikt og oft koma upp áríðandi mál sem riðla aðeins skipulaginu en listarnir hjálpa mér að halda mínu striki.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er svolítið breytilegt en oftast í kringum hálf tólf.“ Kaffispjallið Kauphöllin Tengdar fréttir „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Venjulega korter í sjö til sjö en ef ég er í hlaupagírnum, sem ég er ekki þessa dagana, þá vakna ég að minnsta kosti klukkutíma fyrr. Það er nauðsynlegt að ná hlaupunum inn í upphafi dags, annars er eins víst að ekkert verði af þeim.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri er að renna snöggt yfir fréttir dagsins á netmiðlunum. Skoða þær með „Kauphallargleraugunum“, hvort að það er eitthvað að gerast sem við í Kauphöllinni gætum þurft að bregðast við. Léttar líkamsæfingar á baðgólfinu taka svo við. Þegar sólargangur er langur byrja ég stundum daginn á morgungöngu, nú eða hlaupum ef ég er í þeim gírnum. Mér finnst indælt að viðra mig og stilla mig af í upphafi dags. Ég kem þá vel stemmdur inn í daginn.“ Hefur þú hugleitt að byrja á Facebook? Ég held að það séu fyrst og fremst aðrir sem hafa hugleitt það fyrir mig, án undantekningar af góðum hug. Í þessari veröld upplýsingaofgnóttar finnst mér bara svo dásamlegt að vera ekki á Facebook. Það sem vakir fyrir mér er að minnka áreiti. Áreitið í dagsins önn er svo mikið að ég leitast við að minnka það frekar en auka. Vissulega missir maður stundum af einu og öðru og kemur öðru hverju af fjöllum, en það gerir oftast ekkert til. Ef mikið liggur við þá hefur fólk samband eftir öðrum leiðum. Allra skemmtilegast finnst mér að fá fréttir af fólki þegar maður hittir það í raunheimum.“ Magnús vaknar snemma og byrjar þá á því að skanna netmiðlana með „Kauphallargleraugunum“ til að sjá hvort bregðast þurfi við einhverjum fréttum. Magnús tekur léttar líkamsæfingar á baðgólfinu en viðrar sig í morgungöngu eða með hlaupi þegar veðrið er gott.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin á borðinu eru allmörg en líkast til þau mikilvægustu og skemmtilegustu lúta að nýskráningum og að breikka vöruúrvalið hjá okkur í Kauphöllinni.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Í lok dags skrifa ég verkefnalista sem ég vinn eftir næsta dag. Ég er líka með lista yfir forgangsverkefni sem nær til lengri tíma, næstu viku og vikna. Umhverfið sem ég vinn í er mjög kvikt og oft koma upp áríðandi mál sem riðla aðeins skipulaginu en listarnir hjálpa mér að halda mínu striki.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er svolítið breytilegt en oftast í kringum hálf tólf.“
Kaffispjallið Kauphöllin Tengdar fréttir „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjá meira
„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01
„Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01
„Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00
„Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01
„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. 24. desember 2021 10:01