Liverpool sagt ætla að landa Diaz um helgina Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2022 07:42 Luis Diaz hefur fagnað fjölda marka fyrir Porto í vetur en virðist vera á leið til Liverpool-borgar. Getty/Diogo Cardoso Forráðamenn Liverpool vinna nú að því að landa Luis Diaz, kantmanni Porto, áður en lokað verður fyrir félagaskipti á mánudaginn. Tottenham vildi fá leikmanninn en Liverpool virðist ætla að hafa betur. Þetta fullyrðir meðal annars The Athletic í dag og Sky Sports tekur í svipaðan streng. Diaz er 25 ára gamall landsliðsmaður Kólumbíu. Talið er að Liverpool þurfi að greiða um 60 milljónir evra, um 8,7 milljarða króna, auk viðbótargreiðslna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það er nokkuð lægra en 80 milljóna evra verðmiðinn sem Porto var talið ætla að halda sig við, en klásúla er í samningi Diaz við Porto um að félagið verði að selja hann bjóðist það verð. Diaz mun hafa verið í sigti margra af betri liðum Evrópu og Tottenham sótti fast að fá hann áður en janúar er úti. Liverpool on course to sign Luis Diaz from Porto before transfer window shuts. Sources expect fee of around 60m including add-ons to be agreed. 25yo Colombia winger also targeted by Tottenham but is believed to have opted for #LFC @TheAthleticUK #THFC https://t.co/AS1rWMP4KB— David Ornstein (@David_Ornstein) January 28, 2022 Diaz er hins vegar sagður spenntari fyrir því að fara til Liverpool, sem hann mætti tvívegis í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð með Porto. Diaz er á sinni þriðju leiktíð með Porto og hefur skorað 14 mörk í 18 deildarleikjum í vetur, auk þess að skora tvö mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann hefur skorað sjö mörk í 31 landsleik fyrir Kólumbíu eftir að hafa orðið markahæstur á Copa America síðasta sumar ásamt Lionel Messi, með fjögur mörk. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Þetta fullyrðir meðal annars The Athletic í dag og Sky Sports tekur í svipaðan streng. Diaz er 25 ára gamall landsliðsmaður Kólumbíu. Talið er að Liverpool þurfi að greiða um 60 milljónir evra, um 8,7 milljarða króna, auk viðbótargreiðslna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það er nokkuð lægra en 80 milljóna evra verðmiðinn sem Porto var talið ætla að halda sig við, en klásúla er í samningi Diaz við Porto um að félagið verði að selja hann bjóðist það verð. Diaz mun hafa verið í sigti margra af betri liðum Evrópu og Tottenham sótti fast að fá hann áður en janúar er úti. Liverpool on course to sign Luis Diaz from Porto before transfer window shuts. Sources expect fee of around 60m including add-ons to be agreed. 25yo Colombia winger also targeted by Tottenham but is believed to have opted for #LFC @TheAthleticUK #THFC https://t.co/AS1rWMP4KB— David Ornstein (@David_Ornstein) January 28, 2022 Diaz er hins vegar sagður spenntari fyrir því að fara til Liverpool, sem hann mætti tvívegis í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð með Porto. Diaz er á sinni þriðju leiktíð með Porto og hefur skorað 14 mörk í 18 deildarleikjum í vetur, auk þess að skora tvö mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann hefur skorað sjö mörk í 31 landsleik fyrir Kólumbíu eftir að hafa orðið markahæstur á Copa America síðasta sumar ásamt Lionel Messi, með fjögur mörk.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira