Ríkisstjórnin kynnti afléttingaáætlun samkomutakmarkana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:32 Afléttingaáætlun vegna sóttvarnaaðgerða var kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin mun í dag kynna svokallaða afléttingaáætlun vegna samkomutakmarkana þar sem greint verður frá því með hvaða hætti stendur til að aflétta innanlandstakmörkunum. Áætlunin verður kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fer fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundurinn hefst samkvæmt reglulegri áætlun klukkan hálf tíu en að loknum fundinum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu klukkan 11:30. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður að sjálfsögðu á staðnum til að fylgjast með framvindu fundarins. Uppfært 12:15. Fundinum er lokið. Hægt er að lesa framvindu hans í textavaktinni hér að neðan. Gerðar voru breytingar á reglum um sóttkví á mánudag sem eru talsverðar. Nú þarf fólk, sem útsett er fyrir smitum utan heimilis, ekki að sæta sóttkví heldur fer það í smitgát. Þá eru börn og unglingar algerlega undanþegin reglum um smitgát. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um afléttingar á mánudag. Mátti þar finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins. Þórólfur sagði meðal annars að hann teldi að hefja þyrfti afléttingar með einföldun á leiðbeiningum um sóttkví og sýnatökum og í framhaldi létta á samfélagslegum aðgerðum. Enn er í gildi neyðarstig á Landspítala en það hefur verið í gildi síðan 28. desember. Það má að miklu leyti rekja til fjarveru starfsmanna vegna einangrunar og hafa ýmsar einkaheilbrigðisstofnanir,eins og Klíníkin og Orkuhúsið, verið fengnar til að leggja hönd á plóg á spítalanum af Sjúkratryggingum Íslands. Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að samkvæmt heimildum blaðsins stefni stjórnendur spítalans á að reyna að aflétta neyðarstigi af Landspítala í næstu viku. Í gær voru 219 starfsmenn spítalans í einangrun. Samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi renna út 2. febrúar, eða miðvikudag í næstu viku, en þá hefur verið tíu manna samkomutakmark síðan 15. janúar. Íslendingar hafa nú búið við einhverjar takmarkanir frá 25. júlí, en þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið í gildi í einn mánuð.
Áætlunin verður kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fer fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundurinn hefst samkvæmt reglulegri áætlun klukkan hálf tíu en að loknum fundinum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu klukkan 11:30. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður að sjálfsögðu á staðnum til að fylgjast með framvindu fundarins. Uppfært 12:15. Fundinum er lokið. Hægt er að lesa framvindu hans í textavaktinni hér að neðan. Gerðar voru breytingar á reglum um sóttkví á mánudag sem eru talsverðar. Nú þarf fólk, sem útsett er fyrir smitum utan heimilis, ekki að sæta sóttkví heldur fer það í smitgát. Þá eru börn og unglingar algerlega undanþegin reglum um smitgát. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum sínum um afléttingar á mánudag. Mátti þar finna ýmsar tillögur í ljósi stöðu faraldursins. Þórólfur sagði meðal annars að hann teldi að hefja þyrfti afléttingar með einföldun á leiðbeiningum um sóttkví og sýnatökum og í framhaldi létta á samfélagslegum aðgerðum. Enn er í gildi neyðarstig á Landspítala en það hefur verið í gildi síðan 28. desember. Það má að miklu leyti rekja til fjarveru starfsmanna vegna einangrunar og hafa ýmsar einkaheilbrigðisstofnanir,eins og Klíníkin og Orkuhúsið, verið fengnar til að leggja hönd á plóg á spítalanum af Sjúkratryggingum Íslands. Fram kemur í Morgunblaðinu í morgun að samkvæmt heimildum blaðsins stefni stjórnendur spítalans á að reyna að aflétta neyðarstigi af Landspítala í næstu viku. Í gær voru 219 starfsmenn spítalans í einangrun. Samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi renna út 2. febrúar, eða miðvikudag í næstu viku, en þá hefur verið tíu manna samkomutakmark síðan 15. janúar. Íslendingar hafa nú búið við einhverjar takmarkanir frá 25. júlí, en þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið í gildi í einn mánuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. 27. janúar 2022 16:53 Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00 Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. 27. janúar 2022 16:53
Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor. 25. janúar 2022 21:00
Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 25. janúar 2022 17:44