Píla komin í faðm eigenda sinna: „Svo ótrúlega glöð að fá hana aftur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2022 20:01 Margrét Birgisdóttir og Elías Andri Karlsson með Pílu sína. „Mér finnst þetta bara ótrúlegt. Ég fór í þvílíkan tillfinningarússíbana en var svo ótrúlega glöð að fá hana aftur. Hún er líka rosa glöð að vera komin heim,” segir Margrét Birgisdóttir, eigandi hundsins Pílu, sem fannst loks í gær eftir þriggja vikna leit. Pílu hefur verið leitað síðan 6. janúar, eftir að hafa fælst vegna flugelda. Leitin var umfangsmikil og íbúar í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði lögðust á eitt við að finna hundinn og birtu allar mögulegar vísbendingar á Facebook síðunni Leit að Pílu. Það dró síðan til tíðinda í gær þegar kajakræðari kom auga á hana – þar sem hún var lengst uppi í þverhníptu klettabelti í Bolungarvík. Um tuttugu björgunarsveitarmenn héldu upp á fjall og sóttu Pílu, þó ekki vandkvæðalaust, enda þurftu þeir að festa sig í línur og síga síðan niður með hundinn. „Þetta var bara ótrúlegt. Samfélagið stóð algjörlega saman í gær og ég hef bara ekki kynnst öðru eins,” segir Margrét, sem er vonum ánægð með að fá Pílu sína í fangið. Síðustu vikur hafi hins vegar verið afar strembnar. Píla í uppáhalds stólnum sínum. „Ég krassaði algjörlega á viku tvö. Ég var búin að leita svo mikið og með dóttur mína í eftirdragi og reyndi svo mikið að finna hana. Þetta tók mikið á mig,” segir Margrét og bætir við að veðrið hafi verið mjög óhagstætt til leitar. Píla var búin að grafa sig ofan í fönn og þó ekki sé vitað hve lengi hún dvaldi þar telur Margrét það hafa orðið henni til lífs – þar hafi hún líklega náð að standa af sér veðrið. Píla, sem er tíu ára Border Collie tík, braggast furðu vel að sögn Margrétar, þó hún sé heldur grönn. Hundar Bolungarvík Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
Pílu hefur verið leitað síðan 6. janúar, eftir að hafa fælst vegna flugelda. Leitin var umfangsmikil og íbúar í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði lögðust á eitt við að finna hundinn og birtu allar mögulegar vísbendingar á Facebook síðunni Leit að Pílu. Það dró síðan til tíðinda í gær þegar kajakræðari kom auga á hana – þar sem hún var lengst uppi í þverhníptu klettabelti í Bolungarvík. Um tuttugu björgunarsveitarmenn héldu upp á fjall og sóttu Pílu, þó ekki vandkvæðalaust, enda þurftu þeir að festa sig í línur og síga síðan niður með hundinn. „Þetta var bara ótrúlegt. Samfélagið stóð algjörlega saman í gær og ég hef bara ekki kynnst öðru eins,” segir Margrét, sem er vonum ánægð með að fá Pílu sína í fangið. Síðustu vikur hafi hins vegar verið afar strembnar. Píla í uppáhalds stólnum sínum. „Ég krassaði algjörlega á viku tvö. Ég var búin að leita svo mikið og með dóttur mína í eftirdragi og reyndi svo mikið að finna hana. Þetta tók mikið á mig,” segir Margrét og bætir við að veðrið hafi verið mjög óhagstætt til leitar. Píla var búin að grafa sig ofan í fönn og þó ekki sé vitað hve lengi hún dvaldi þar telur Margrét það hafa orðið henni til lífs – þar hafi hún líklega náð að standa af sér veðrið. Píla, sem er tíu ára Border Collie tík, braggast furðu vel að sögn Margrétar, þó hún sé heldur grönn.
Hundar Bolungarvík Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira