Hollenska markamaskínan hefur rætt við bæði PSG og Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2022 23:31 Vivianne Miedema gæti verið á förum frá Arsenal. James Chance/Getty Images Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hugsar sér til hreyfings. Hún spilar í dag með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hefur rætt við bæði París Saint-Germain og Evrópumeistara Barcelona. Hin 25 ára gamla Miedema verður samningslaus í sumar og hefur því hafið að skoða markaðinn. Hún segir dyrnar ekki vera lokaður í Lundúnum en hún vill vinna Meistaradeild Evrópu. Þó Arsenal sé sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þá vill hún meira. „Á næstu vikum verð ég að fá ákveðna tilfinningu varðandi hvaða félag er rétt fyrir mig. Dyrnar standa þó enn opnar fyrir Arsenal,“ sagði Miedema í viðtali við AD í heimalandinu. Arsenal striker Vivianne Miedema has spoken to several clubs regarding her future, including PSG and Barcelona.Story: @m_christenson and @BVlietstra https://t.co/GT3qmdr1A7— Guardian sport (@guardian_sport) January 26, 2022 „Ég vil vinna Meistaradeild Evrópu, ég vil reyna að fá sem mest út úr ferlinum. Það þýðir að ég þarf að taka næsta skref. Ég er 25 ára svo ég er enn nokkuð ung en ég hef verið að spila í dágóðan tíma.“ „Næstu ár ættu að vera hápunktur ferilsins. Ég vil eyða þeim tíma þar sem metnaðurinn er sem mestur,“ sagði markadrottningin einnig áður en hún endaði á að hún væri ánægð hjá Arsenal og í Lundúnum. Miedema hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2017 og er talin með betri framherjum heims. Hún hefur skorað 66 mörk í 75 deildarleikjum fyrir Arsenal og þá hefur hún skorað 85 landsliðsmörk í 104 leikjum fyrir Holland. Hún mun leiða sóknarlínu Hollands á EM í sumar og án alls efa vera ein af stjörnum mótsins. Hvaða lið hún hefur samið við fyrir þann tíma verður að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Hin 25 ára gamla Miedema verður samningslaus í sumar og hefur því hafið að skoða markaðinn. Hún segir dyrnar ekki vera lokaður í Lundúnum en hún vill vinna Meistaradeild Evrópu. Þó Arsenal sé sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þá vill hún meira. „Á næstu vikum verð ég að fá ákveðna tilfinningu varðandi hvaða félag er rétt fyrir mig. Dyrnar standa þó enn opnar fyrir Arsenal,“ sagði Miedema í viðtali við AD í heimalandinu. Arsenal striker Vivianne Miedema has spoken to several clubs regarding her future, including PSG and Barcelona.Story: @m_christenson and @BVlietstra https://t.co/GT3qmdr1A7— Guardian sport (@guardian_sport) January 26, 2022 „Ég vil vinna Meistaradeild Evrópu, ég vil reyna að fá sem mest út úr ferlinum. Það þýðir að ég þarf að taka næsta skref. Ég er 25 ára svo ég er enn nokkuð ung en ég hef verið að spila í dágóðan tíma.“ „Næstu ár ættu að vera hápunktur ferilsins. Ég vil eyða þeim tíma þar sem metnaðurinn er sem mestur,“ sagði markadrottningin einnig áður en hún endaði á að hún væri ánægð hjá Arsenal og í Lundúnum. Miedema hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2017 og er talin með betri framherjum heims. Hún hefur skorað 66 mörk í 75 deildarleikjum fyrir Arsenal og þá hefur hún skorað 85 landsliðsmörk í 104 leikjum fyrir Holland. Hún mun leiða sóknarlínu Hollands á EM í sumar og án alls efa vera ein af stjörnum mótsins. Hvaða lið hún hefur samið við fyrir þann tíma verður að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira