Davis sneri aftur í flottum sigri og Clippers unnu upp 35 stiga forskot Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 07:30 Anthony Davis til varnar gegn James Harden í sigri Lakers gegn Nets í nótt. AP/Frank Franklin II Los Angeles Lakers fagnaði endurkomu Anthony Davis með flottum sigri gegn Brooklyn Nets í NBA-deildinni í New York í gærkvöld, 106-96, þar sem LeBron James skoraði 33 stig. „Mér finnst ég vera tilbúinn,“ sagði Davis eftir leik en hann spilaði 25 mínútur eftir að hafa misst af 17 leikjum í röð vegna meiðsla í vinstra hné, og skoraði átta stig. James skoraði ekki bara 33 stig heldur tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en hápunkturinn var um miðjan fjórða leikhluta þegar hann stal boltanum og tróð honum, tvisvar í röð, og kom Lakers í 100-85. Ekki var að sjá að meiðsli trufluðu Davis nokkuð lengur þegar hann fagnaði félaga sínum af krafti. 33 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STL | 2 BLK@KingJames filled the stat sheet in the @Lakers win in Brooklyn! #LakeShow pic.twitter.com/Lu76l4dfrb— NBA (@NBA) January 26, 2022 James Harden var allt í öllu hjá Brooklyn með 33 stig, 12 fráköst og 11 stoðendingar, en Kevin Durant er enn úr leik vegna meiðsla og óbólusettur Kyrie Irving má ekki spila leiki í New York. Tryggðu sér sigur með fjögurra stiga sókn í lokin Hápunktur kvöldsins var þó ekki endurkoma Davis heldur endurkoma LA Clippers sem á einhvern ótrúlegan hátt unnu Washington Wizards þrátt fyrir að lenda 35 stigum undir. Lið hefur ekki unnið upp slíkt forskot í NBA-deildinni síðan árið 2009, en rúsínan í pylsuendanum var fjögurra stiga sókn Luke Kennard þegar hann tryggði Clippers 116-115 sigur. The @LAClippers came back from 35 down tonight...the NBA's largest comeback since 2009!@LukeKennard5 added some late game heroics knocking down the game winning 4-point-play! #ClipperNation pic.twitter.com/jBE0uTpgzv— NBA (@NBA) January 26, 2022 Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
„Mér finnst ég vera tilbúinn,“ sagði Davis eftir leik en hann spilaði 25 mínútur eftir að hafa misst af 17 leikjum í röð vegna meiðsla í vinstra hné, og skoraði átta stig. James skoraði ekki bara 33 stig heldur tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en hápunkturinn var um miðjan fjórða leikhluta þegar hann stal boltanum og tróð honum, tvisvar í röð, og kom Lakers í 100-85. Ekki var að sjá að meiðsli trufluðu Davis nokkuð lengur þegar hann fagnaði félaga sínum af krafti. 33 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STL | 2 BLK@KingJames filled the stat sheet in the @Lakers win in Brooklyn! #LakeShow pic.twitter.com/Lu76l4dfrb— NBA (@NBA) January 26, 2022 James Harden var allt í öllu hjá Brooklyn með 33 stig, 12 fráköst og 11 stoðendingar, en Kevin Durant er enn úr leik vegna meiðsla og óbólusettur Kyrie Irving má ekki spila leiki í New York. Tryggðu sér sigur með fjögurra stiga sókn í lokin Hápunktur kvöldsins var þó ekki endurkoma Davis heldur endurkoma LA Clippers sem á einhvern ótrúlegan hátt unnu Washington Wizards þrátt fyrir að lenda 35 stigum undir. Lið hefur ekki unnið upp slíkt forskot í NBA-deildinni síðan árið 2009, en rúsínan í pylsuendanum var fjögurra stiga sókn Luke Kennard þegar hann tryggði Clippers 116-115 sigur. The @LAClippers came back from 35 down tonight...the NBA's largest comeback since 2009!@LukeKennard5 added some late game heroics knocking down the game winning 4-point-play! #ClipperNation pic.twitter.com/jBE0uTpgzv— NBA (@NBA) January 26, 2022 Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira