Davis sneri aftur í flottum sigri og Clippers unnu upp 35 stiga forskot Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 07:30 Anthony Davis til varnar gegn James Harden í sigri Lakers gegn Nets í nótt. AP/Frank Franklin II Los Angeles Lakers fagnaði endurkomu Anthony Davis með flottum sigri gegn Brooklyn Nets í NBA-deildinni í New York í gærkvöld, 106-96, þar sem LeBron James skoraði 33 stig. „Mér finnst ég vera tilbúinn,“ sagði Davis eftir leik en hann spilaði 25 mínútur eftir að hafa misst af 17 leikjum í röð vegna meiðsla í vinstra hné, og skoraði átta stig. James skoraði ekki bara 33 stig heldur tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en hápunkturinn var um miðjan fjórða leikhluta þegar hann stal boltanum og tróð honum, tvisvar í röð, og kom Lakers í 100-85. Ekki var að sjá að meiðsli trufluðu Davis nokkuð lengur þegar hann fagnaði félaga sínum af krafti. 33 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STL | 2 BLK@KingJames filled the stat sheet in the @Lakers win in Brooklyn! #LakeShow pic.twitter.com/Lu76l4dfrb— NBA (@NBA) January 26, 2022 James Harden var allt í öllu hjá Brooklyn með 33 stig, 12 fráköst og 11 stoðendingar, en Kevin Durant er enn úr leik vegna meiðsla og óbólusettur Kyrie Irving má ekki spila leiki í New York. Tryggðu sér sigur með fjögurra stiga sókn í lokin Hápunktur kvöldsins var þó ekki endurkoma Davis heldur endurkoma LA Clippers sem á einhvern ótrúlegan hátt unnu Washington Wizards þrátt fyrir að lenda 35 stigum undir. Lið hefur ekki unnið upp slíkt forskot í NBA-deildinni síðan árið 2009, en rúsínan í pylsuendanum var fjögurra stiga sókn Luke Kennard þegar hann tryggði Clippers 116-115 sigur. The @LAClippers came back from 35 down tonight...the NBA's largest comeback since 2009!@LukeKennard5 added some late game heroics knocking down the game winning 4-point-play! #ClipperNation pic.twitter.com/jBE0uTpgzv— NBA (@NBA) January 26, 2022 Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
„Mér finnst ég vera tilbúinn,“ sagði Davis eftir leik en hann spilaði 25 mínútur eftir að hafa misst af 17 leikjum í röð vegna meiðsla í vinstra hné, og skoraði átta stig. James skoraði ekki bara 33 stig heldur tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en hápunkturinn var um miðjan fjórða leikhluta þegar hann stal boltanum og tróð honum, tvisvar í röð, og kom Lakers í 100-85. Ekki var að sjá að meiðsli trufluðu Davis nokkuð lengur þegar hann fagnaði félaga sínum af krafti. 33 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STL | 2 BLK@KingJames filled the stat sheet in the @Lakers win in Brooklyn! #LakeShow pic.twitter.com/Lu76l4dfrb— NBA (@NBA) January 26, 2022 James Harden var allt í öllu hjá Brooklyn með 33 stig, 12 fráköst og 11 stoðendingar, en Kevin Durant er enn úr leik vegna meiðsla og óbólusettur Kyrie Irving má ekki spila leiki í New York. Tryggðu sér sigur með fjögurra stiga sókn í lokin Hápunktur kvöldsins var þó ekki endurkoma Davis heldur endurkoma LA Clippers sem á einhvern ótrúlegan hátt unnu Washington Wizards þrátt fyrir að lenda 35 stigum undir. Lið hefur ekki unnið upp slíkt forskot í NBA-deildinni síðan árið 2009, en rúsínan í pylsuendanum var fjögurra stiga sókn Luke Kennard þegar hann tryggði Clippers 116-115 sigur. The @LAClippers came back from 35 down tonight...the NBA's largest comeback since 2009!@LukeKennard5 added some late game heroics knocking down the game winning 4-point-play! #ClipperNation pic.twitter.com/jBE0uTpgzv— NBA (@NBA) January 26, 2022 Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira