Færa átta liða úrslit Afríkumótsins eftir að troðningur olli átta dauðsföllum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2022 22:31 Olembe-leikvangurinn var byggður fyrir Afríkumótið. Vísir/Getty Leikur í átta liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta sem átti að fara fram á Olembe-leikvanginum næstkomandi sunnudag hefur verið færður eftir að troðningur fyrir utan leikvanginn varð átta manns að bana í gær. Mikill áhugi var fyrir leik Kamerún og Kómoreyja sem fram fór á Olembe-leikvanginum í gær reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum BBC létust í það minnsta átta í troðningnum og 38 til viðbótar slösuðust, þar af sjö alvarlega. Meðal látinna voru tvö börn, átta og fjórtán ára. Forseti afríska knattspyrnusambandsins CAF heimsótti slasaða stuðningsmenn á spítala í dag, ásamt því að skoða slysstaðinn. Hann segist harma það sem gerðist og að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig. „Það er okkar skylda að komast að því hvað gerðist nákvæmlega og enn mikilvægara er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur,“ sagði Patrice Motsepe, forseti CAF. „Það var mikið að sem hefði verið hægt að sjá fyrirfram. Þegar fólk tapar lífinu þá er eðlilegt að verða reiður og krefjast útskýringa og loforða um að svona lagað komi ekki fyrir aftur.“ Olembe-leikvangurinn tekur 60.000 manns í sæti, en hann var nýlega byggður sérstaklega fyrir Afríkumótið. Þó mátti leikvangurinn aðeins taka við 80 prósent af leyfilegum hámarksfjölda vegna kórónuveirufaraldursins. Opnunarhátið mótsins var haldin á vellinum og þá á einnig að leika annan undanúrslitaleikinn þar, sem og úrslitaleikinn sjálfan. Þá átti einnig að leika einn leik í átta liða úrslitum á leikvanginum næstkomandi sunnudag, en sá leikur hefur verið færður á Ahmadou Ahidjo-leikvanginn í Yaounde, höfuðborg Kamerún. Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Mikill áhugi var fyrir leik Kamerún og Kómoreyja sem fram fór á Olembe-leikvanginum í gær reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum BBC létust í það minnsta átta í troðningnum og 38 til viðbótar slösuðust, þar af sjö alvarlega. Meðal látinna voru tvö börn, átta og fjórtán ára. Forseti afríska knattspyrnusambandsins CAF heimsótti slasaða stuðningsmenn á spítala í dag, ásamt því að skoða slysstaðinn. Hann segist harma það sem gerðist og að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig. „Það er okkar skylda að komast að því hvað gerðist nákvæmlega og enn mikilvægara er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur,“ sagði Patrice Motsepe, forseti CAF. „Það var mikið að sem hefði verið hægt að sjá fyrirfram. Þegar fólk tapar lífinu þá er eðlilegt að verða reiður og krefjast útskýringa og loforða um að svona lagað komi ekki fyrir aftur.“ Olembe-leikvangurinn tekur 60.000 manns í sæti, en hann var nýlega byggður sérstaklega fyrir Afríkumótið. Þó mátti leikvangurinn aðeins taka við 80 prósent af leyfilegum hámarksfjölda vegna kórónuveirufaraldursins. Opnunarhátið mótsins var haldin á vellinum og þá á einnig að leika annan undanúrslitaleikinn þar, sem og úrslitaleikinn sjálfan. Þá átti einnig að leika einn leik í átta liða úrslitum á leikvanginum næstkomandi sunnudag, en sá leikur hefur verið færður á Ahmadou Ahidjo-leikvanginn í Yaounde, höfuðborg Kamerún.
Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira