Opið bréf til Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar Hafþór B. Guðmundsson skrifar 25. janúar 2022 17:00 Þónokkur umræða (sem betur fer) hefur orðið nýlega vegna ákvörðunar skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera „sundkennslu“ að valfagi á efsta stigi grunnskólans. Ég set hér sundkennslu orðið innan gæsalappa þar sem orðið er nokkuð villandi fyrir fulltrúa Reykjavíkurborgar sem greinilega er að gefa sér vald til að breyta Aðalnámskrám Mennta- og Menningarmálaráðuneytis. Orðið sundkennsla segir ekki réttilega til um það sem stendur í aðalnámskrá um markmið og verkefni unglingastigs um íþróttir og sund. Ef Aðalnámskrá fyrir efsta stig er skoðuð er ljóst að þetta stig er mjög mikilvægt í grunnskólakennslunni, Á þessum aldri hafa unglingarnir verið að þyngjast hvað mest og fallið út úr ýmiskonar hreyfingu. Á þessu stigi fer einnig fram mest af þeirri kennslu í skyndihjálp og björgunarmálum sem kennd eru í grunnskóla. Þessi þáttur í Aðalnámskrá er talinn ófrávíkjanlegur þáttur í grunnskóla íþróttakennslunnar. (minni á að sund er 1/3 af allri íþróttakennslu í grunnskólum). Fram til 1999 var sund og sundkennsla og björgun sett með lögum frá 1940. Að auki fer fram mjög mikilvægt heilsuuppeldi þar sem nemendum er boðið upp á fjölbreytta hreyfingu í vatni sem nýtist alla ævina. Ekkert land í Evrópu hefur álíka aðstöðu til sundiðkunar og við Íslendingar. Sundlaugar hafa í gegnum árin verið félagsmiðstöð unglinga þar sem unglingar hittast í heitu pottunum, spjalla og síðan farið í einhverja hreyfingu í lauginni. Að loknum þessum inngangi og lestri á fundargerð Skóla- og frístundaráðs frá 11. janúar 2022 langar mig að varpa fram eftirfarandi spurningum: Var við ákvörðun á þessari breytingu, tekið tillit til hversu stórt hlutfall nemenda í Reykjavík óskaði eftir þessari breytingu?a. Er hér verið að tala um lítinn minnihlutahóp að ræða eða flesta nemendur? Var haft samráð við sérfræðinga þessa lands um þetta málefni?a. Þarna er miðað við Íþróttafræðinga/sundkennarab. Háskólakennara sem hafa skrifað námskrárnar undanfarin 20 ár Var haft samráð við Íþróttafræðinga/sundkennara/forstöðumenn sundlauga um hvort hægt væri að gera breytingar á sundstöðum til að koma til móts við umkvartanir þessa hóps?a. Veit fyrir víst að margir sundkennarar hafa reynt að vinna með forstöðumönnum að því að koma til móts við þennan hóp. Var farið í skoðun á því hvort þessi breyting á sundnámi myndi nýtast þessum sérstaka hópi nemenda?a. Ef svo er hverjar voru niðurstöður þeirrar rannsóknar?b. Ég er með efasemdir um að slíkt muni gerast, þar sem þessi hópur hefur líklega ekki stundað námið vel að 7. bekk og mun því þurfa að vera áfram í sundi til að ná hæfniviðmiðum 10. bekkjar.c. Tilfinning mín er sú að þetta muni nýtast þeim helst sem hafa ekkert á móti því að vera í sundi og eru góðir sundmenn í gegnum skólagönguna. Getur verið að Reykjavíkurborg taki jákvætt í þessa málaleitan þar sem hugsanlega sparast talsverður aksturskostnaður í skóla akstri til lauga? Það er ekki hagur barna. Sem áhuga-, fræði- og fagmaður um sund og þá frábæru hreyfingu, heilsueflingu og vellíðan sem fæst með því að vera í vatni, tel ég að Reykjavíkurborg sé að stíga um það bil 50 ár aftur í tímann, þar sem baráttumenn börðust fyrir því að gera íslensku þjóðina synda með megin markmiði að geta bjargað sér og öðrum úr vatni við ýmiskonar aðstæður og njóta þeirrar hreyfingar sem vatnið býður upp á. Von mín er að Reykjavíkurborg endurskoði þessa ákvörðun sína eða þá að ný stjórn í Reykjavík nú að loknum kosningum muni snúa þessari vitlausu ákvörðun við. Verkefni Það að gera öllum kleift að njóta vatnsins í laugunum er bara verkefni sem vinna þarf með öllum hópum og klára það verkefni, en ekki bara henda verkefninu til að losa sig undan því að þurfa takast á við eitt af heilsu verkefnum Reykvíkinga. Höfundur er fyrrverandi sundmaður, sundkennari sundþjálfari, Íþróttafræðingur, Lektor við Háskóla Íslands sem hefur menntað íslenska Íþróttafræðinga og sundkennara sl. 25 ár og verið mjög stoltur af því starfi sem þeir hafa unnið í gegnum tíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sund Skóla - og menntamál Grunnskólar Heilsa Tengdar fréttir Sund er hreyfing Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Hreyfing er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun. Ár frá ári, mánuðum til mánaða. Þær minningar sem margir foreldrar, afar og ömmur eiga af sinni skólagöngu eru margar hverjar enn við lýði en aðrar hafa þróast með tímanum eða eru ekki lengur við lýði. 25. janúar 2022 10:30 Skólasund verður valfag Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds. 23. janúar 2022 14:00 Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Þónokkur umræða (sem betur fer) hefur orðið nýlega vegna ákvörðunar skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera „sundkennslu“ að valfagi á efsta stigi grunnskólans. Ég set hér sundkennslu orðið innan gæsalappa þar sem orðið er nokkuð villandi fyrir fulltrúa Reykjavíkurborgar sem greinilega er að gefa sér vald til að breyta Aðalnámskrám Mennta- og Menningarmálaráðuneytis. Orðið sundkennsla segir ekki réttilega til um það sem stendur í aðalnámskrá um markmið og verkefni unglingastigs um íþróttir og sund. Ef Aðalnámskrá fyrir efsta stig er skoðuð er ljóst að þetta stig er mjög mikilvægt í grunnskólakennslunni, Á þessum aldri hafa unglingarnir verið að þyngjast hvað mest og fallið út úr ýmiskonar hreyfingu. Á þessu stigi fer einnig fram mest af þeirri kennslu í skyndihjálp og björgunarmálum sem kennd eru í grunnskóla. Þessi þáttur í Aðalnámskrá er talinn ófrávíkjanlegur þáttur í grunnskóla íþróttakennslunnar. (minni á að sund er 1/3 af allri íþróttakennslu í grunnskólum). Fram til 1999 var sund og sundkennsla og björgun sett með lögum frá 1940. Að auki fer fram mjög mikilvægt heilsuuppeldi þar sem nemendum er boðið upp á fjölbreytta hreyfingu í vatni sem nýtist alla ævina. Ekkert land í Evrópu hefur álíka aðstöðu til sundiðkunar og við Íslendingar. Sundlaugar hafa í gegnum árin verið félagsmiðstöð unglinga þar sem unglingar hittast í heitu pottunum, spjalla og síðan farið í einhverja hreyfingu í lauginni. Að loknum þessum inngangi og lestri á fundargerð Skóla- og frístundaráðs frá 11. janúar 2022 langar mig að varpa fram eftirfarandi spurningum: Var við ákvörðun á þessari breytingu, tekið tillit til hversu stórt hlutfall nemenda í Reykjavík óskaði eftir þessari breytingu?a. Er hér verið að tala um lítinn minnihlutahóp að ræða eða flesta nemendur? Var haft samráð við sérfræðinga þessa lands um þetta málefni?a. Þarna er miðað við Íþróttafræðinga/sundkennarab. Háskólakennara sem hafa skrifað námskrárnar undanfarin 20 ár Var haft samráð við Íþróttafræðinga/sundkennara/forstöðumenn sundlauga um hvort hægt væri að gera breytingar á sundstöðum til að koma til móts við umkvartanir þessa hóps?a. Veit fyrir víst að margir sundkennarar hafa reynt að vinna með forstöðumönnum að því að koma til móts við þennan hóp. Var farið í skoðun á því hvort þessi breyting á sundnámi myndi nýtast þessum sérstaka hópi nemenda?a. Ef svo er hverjar voru niðurstöður þeirrar rannsóknar?b. Ég er með efasemdir um að slíkt muni gerast, þar sem þessi hópur hefur líklega ekki stundað námið vel að 7. bekk og mun því þurfa að vera áfram í sundi til að ná hæfniviðmiðum 10. bekkjar.c. Tilfinning mín er sú að þetta muni nýtast þeim helst sem hafa ekkert á móti því að vera í sundi og eru góðir sundmenn í gegnum skólagönguna. Getur verið að Reykjavíkurborg taki jákvætt í þessa málaleitan þar sem hugsanlega sparast talsverður aksturskostnaður í skóla akstri til lauga? Það er ekki hagur barna. Sem áhuga-, fræði- og fagmaður um sund og þá frábæru hreyfingu, heilsueflingu og vellíðan sem fæst með því að vera í vatni, tel ég að Reykjavíkurborg sé að stíga um það bil 50 ár aftur í tímann, þar sem baráttumenn börðust fyrir því að gera íslensku þjóðina synda með megin markmiði að geta bjargað sér og öðrum úr vatni við ýmiskonar aðstæður og njóta þeirrar hreyfingar sem vatnið býður upp á. Von mín er að Reykjavíkurborg endurskoði þessa ákvörðun sína eða þá að ný stjórn í Reykjavík nú að loknum kosningum muni snúa þessari vitlausu ákvörðun við. Verkefni Það að gera öllum kleift að njóta vatnsins í laugunum er bara verkefni sem vinna þarf með öllum hópum og klára það verkefni, en ekki bara henda verkefninu til að losa sig undan því að þurfa takast á við eitt af heilsu verkefnum Reykvíkinga. Höfundur er fyrrverandi sundmaður, sundkennari sundþjálfari, Íþróttafræðingur, Lektor við Háskóla Íslands sem hefur menntað íslenska Íþróttafræðinga og sundkennara sl. 25 ár og verið mjög stoltur af því starfi sem þeir hafa unnið í gegnum tíðina.
Sund er hreyfing Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Hreyfing er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun. Ár frá ári, mánuðum til mánaða. Þær minningar sem margir foreldrar, afar og ömmur eiga af sinni skólagöngu eru margar hverjar enn við lýði en aðrar hafa þróast með tímanum eða eru ekki lengur við lýði. 25. janúar 2022 10:30
Skólasund verður valfag Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds. 23. janúar 2022 14:00
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun