Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2022 13:07 Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum í rigningu og roki í nóvember. Ekki ósvipað veðrinu sem gengur yfir landið í dag. Vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag. Þetta kom fram í máli Willums að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fundurinn hófst klukkan 9:30 og lauk ekki fyrr en klukkan var farin að ganga eitt. Ráðherrar hafa verið á faraldsfæti í fríum og því ekki verið full mæting á síðustu fundi. Nóg var um að ræða eins og sjá má á dagskránni sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Meðal annars 500 miljóna króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa Covid-19 en Lilja Alfreðsdóttir ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra greindi frá því úrræði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjármála- og efnahagsráðherra 1) Uppfærsla á fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2022 2) Framhald almennra viðspyrnustyrkja 3) Úrræði vegna áhrifa kórónuveirufaraldurs – viðbótarlán 4) Greinileg áhrif af ómíkron í byrjun janúar Heilbrigðisráðherra 1) Yfirlit yfir helstu breytingar á samkomutakmörkunum, sóttkví, einangrun og sýnatöku frá því í desember sl. 2) Breytingar á reglum um sóttkví vegna COVID-19 Heilbrigðisráðherra / utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Þátttaka Íslands í Evrópustofnun neyðarviðbúnaðar og viðbragða vegna (HERA) (Health Emergency Response Authority) Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Yfirlit um samskipti og samstarf við ESB Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (Félagsdómur) Ferðamála,- viðskipta- og menningarmálaráðherra Efnahagsaðgerðir í þágu menningargeirans Telja má líklegt að mestur tími hafi farið í umræður um sóttvarnatakmarkanir hér á landi. Var niðurstaðan sú að gera breytingar á reglum um sóttkví en ekki hrófla við samkomutakmörkunum í bili. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Kastljósi í gær að ríkisstjórninni bæri skylda samkvæmt lögum til að aflétta gildandi takmörkunum. Að lágmarki þeim takmörkunum sem settar voru síðast og renna út 2. febrúar. „Ég lít á það sem skyldu mína að benda á það sem segir í lögunum. Ég skoða rökin og við verðum að muna að það er algjört neyðarúrræði að grípa svona inn í líf fólks og segja; nú mega bara tíu koma saman, þessir aðilar mega ekki hafa opið nema svo og svo lengi. Þetta er algjört neyðarúrræði, það er algjörlega skýrt í lögunum. Það ber að draga slíkar ráðstafanir til baka þegar forsendurnar eru ekki til staðar. Þegar við skoðum þessar síðustu ráðstafanir, þá er það mín skoðun á grundvelli talnanna sem liggja núna á borðinu, að forsendurnar eru brostnar, þetta mun ég segja, en svo ræður ráðherrann hvað hann gerir,“ sagði Bjarni í Kastljósi. Ekki kom þó til þess að ráðist væri í afléttingar strax heldur boðaði Willum afléttingaáætlun sem verði kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudaginn. Willum var spurður út í þessi orð Bjarna í Kastljósi í gær. „Það er okkar skylda að meta allar ráðstafanir á hverjum tíma, bæði í heildarsamhengi hlutanna og með tilliti til meðalhófs, tilefni og nauðsynjar hverju sinni,“ sagði Willum. „Ef við metum stöðuna eins og hún var þá vorum við með tillögur sem fóru alla leið að mæla með lokunum í tíu daga, talandi um meðalhóf. Þannig að við fórum með tilliti til jafnræðis og meðalhófs í þær takmarkanir á þeim tíma.“ Willum minnti á að Landspítalinn starfaði enn á neyðarstigi og hið sama gilti um almannavarnir í landinu. Hann væri þó meðvitaður um að takmarkanirnar sem séu í gildi fælu í sér mikið innngrip. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallaði eftir því fyrir tæpri viku að takmarkanir yrðu endurskoðaðar. Ekki þyrfti að bíða eftir frekari göngum til að sjá að þróunin væri á réttri leið og því ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. Núverandi reglugerð fellur úr gildi 2. febrúar en hún kveður meðal annars upp á tíu manna samkomubann. „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að baráttan við faraldurinn hefði gengið vel vegna þess að ákvarðanir hefðu verið teknar byggðar á reynslu og gögnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Willums að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fundurinn hófst klukkan 9:30 og lauk ekki fyrr en klukkan var farin að ganga eitt. Ráðherrar hafa verið á faraldsfæti í fríum og því ekki verið full mæting á síðustu fundi. Nóg var um að ræða eins og sjá má á dagskránni sem birt hefur verið á vef Stjórnarráðsins. Meðal annars 500 miljóna króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa Covid-19 en Lilja Alfreðsdóttir ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra greindi frá því úrræði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Fjármála- og efnahagsráðherra 1) Uppfærsla á fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2022 2) Framhald almennra viðspyrnustyrkja 3) Úrræði vegna áhrifa kórónuveirufaraldurs – viðbótarlán 4) Greinileg áhrif af ómíkron í byrjun janúar Heilbrigðisráðherra 1) Yfirlit yfir helstu breytingar á samkomutakmörkunum, sóttkví, einangrun og sýnatöku frá því í desember sl. 2) Breytingar á reglum um sóttkví vegna COVID-19 Heilbrigðisráðherra / utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Þátttaka Íslands í Evrópustofnun neyðarviðbúnaðar og viðbragða vegna (HERA) (Health Emergency Response Authority) Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Yfirlit um samskipti og samstarf við ESB Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (Félagsdómur) Ferðamála,- viðskipta- og menningarmálaráðherra Efnahagsaðgerðir í þágu menningargeirans Telja má líklegt að mestur tími hafi farið í umræður um sóttvarnatakmarkanir hér á landi. Var niðurstaðan sú að gera breytingar á reglum um sóttkví en ekki hrófla við samkomutakmörkunum í bili. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Kastljósi í gær að ríkisstjórninni bæri skylda samkvæmt lögum til að aflétta gildandi takmörkunum. Að lágmarki þeim takmörkunum sem settar voru síðast og renna út 2. febrúar. „Ég lít á það sem skyldu mína að benda á það sem segir í lögunum. Ég skoða rökin og við verðum að muna að það er algjört neyðarúrræði að grípa svona inn í líf fólks og segja; nú mega bara tíu koma saman, þessir aðilar mega ekki hafa opið nema svo og svo lengi. Þetta er algjört neyðarúrræði, það er algjörlega skýrt í lögunum. Það ber að draga slíkar ráðstafanir til baka þegar forsendurnar eru ekki til staðar. Þegar við skoðum þessar síðustu ráðstafanir, þá er það mín skoðun á grundvelli talnanna sem liggja núna á borðinu, að forsendurnar eru brostnar, þetta mun ég segja, en svo ræður ráðherrann hvað hann gerir,“ sagði Bjarni í Kastljósi. Ekki kom þó til þess að ráðist væri í afléttingar strax heldur boðaði Willum afléttingaáætlun sem verði kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudaginn. Willum var spurður út í þessi orð Bjarna í Kastljósi í gær. „Það er okkar skylda að meta allar ráðstafanir á hverjum tíma, bæði í heildarsamhengi hlutanna og með tilliti til meðalhófs, tilefni og nauðsynjar hverju sinni,“ sagði Willum. „Ef við metum stöðuna eins og hún var þá vorum við með tillögur sem fóru alla leið að mæla með lokunum í tíu daga, talandi um meðalhóf. Þannig að við fórum með tilliti til jafnræðis og meðalhófs í þær takmarkanir á þeim tíma.“ Willum minnti á að Landspítalinn starfaði enn á neyðarstigi og hið sama gilti um almannavarnir í landinu. Hann væri þó meðvitaður um að takmarkanirnar sem séu í gildi fælu í sér mikið innngrip. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallaði eftir því fyrir tæpri viku að takmarkanir yrðu endurskoðaðar. Ekki þyrfti að bíða eftir frekari göngum til að sjá að þróunin væri á réttri leið og því ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. Núverandi reglugerð fellur úr gildi 2. febrúar en hún kveður meðal annars upp á tíu manna samkomubann. „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að baráttan við faraldurinn hefði gengið vel vegna þess að ákvarðanir hefðu verið teknar byggðar á reynslu og gögnum.
Fjármála- og efnahagsráðherra 1) Uppfærsla á fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2022 2) Framhald almennra viðspyrnustyrkja 3) Úrræði vegna áhrifa kórónuveirufaraldurs – viðbótarlán 4) Greinileg áhrif af ómíkron í byrjun janúar Heilbrigðisráðherra 1) Yfirlit yfir helstu breytingar á samkomutakmörkunum, sóttkví, einangrun og sýnatöku frá því í desember sl. 2) Breytingar á reglum um sóttkví vegna COVID-19 Heilbrigðisráðherra / utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Þátttaka Íslands í Evrópustofnun neyðarviðbúnaðar og viðbragða vegna (HERA) (Health Emergency Response Authority) Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Yfirlit um samskipti og samstarf við ESB Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (Félagsdómur) Ferðamála,- viðskipta- og menningarmálaráðherra Efnahagsaðgerðir í þágu menningargeirans
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent