Miklar breytingar á sóttkví Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2022 12:17 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu í dag. Willum segir að fólk sem sætir sóttkví í augnablikinu, eftir að hafa verið útsett utan heimilis, losni strax úr sóttkví. Breytingarnar má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Willum segir að um mikla afléttingu sé að ræða. Fólk sem greinist smitað af Covid-19 á heimilum fari í einangrun og aðrir á heimilinu í sóttkví. Það muni ekki breytast. Hins vegar þurfi þeir sem séu útsettir fyrir smiti utan heimilis ekki lengur að sæta sóttkví heldur smitgát. Þá verði börn og unglingar undanþegin smitgát í nýju reglunum sem taka gildi á miðnætti. Þau þurfa þó að sæta sóttkví sé um að ræða smit á heimili. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta gríðarlega mikilvæga breytingu og sýni breytta nálgun hvað varðar aðgerðir vegna faraldursins. „Þetta mun breyta gríðarlega miklu, bæði þegar kemur að þeim fjölda sem fer í sóttkví. Og eins mun þetta draga verulega úr álagi á smitrakningu,“ segir Katrín. Nefnir hún bæði almannavarnir en ekki síður kennara og skólastjórnendur hvað þetta varði. Klippa: Katrín ræðir stórar breytingar á sóttkví Sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra bendi á að útsetning smita utan heimilis séu síður líkleg til að skila smiti en útsetning innan heimilis. „Þetta er gríðarleg eðlisbreyting á því hvernig við erum að takast á við þetta.“ Katrín leggur áherslu á að baráttan við faraldurinn hafi gengið vel af því ákvarðanir hafi verið teknar byggðar á reynslu og gögnum. Leiðarljósin hafi verið skýr og því sé óhætt að segja að takist hafi vel upp. Willum segist munu kynna afléttingaráætlun á föstudaginn. Þangað til mun áfram gilda tíu manna samkomubann í landinu. Hann minnir á að Landspítalinn sé enn á neyðarstigi. Klippa: Willum útskýrir breytingar á sóttkví sem taka gildi á miðnætti Að neðan má sjá tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í heild sinni. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát. Breytingarnar taka gildi á miðnætti. Breytingar á reglum um sóttkví eru gerðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra kemur fram að ómíkron-afbrigði kórónaveirunnar sé uppistaðan í þeim mikla fjölda smita sem nú greinast eða í rúmlega 90% tilvika, en delta-afbrigðið í tæplega 10%. Þannig sé faraldurinn nú um margt frábrugðinn því sem verið hefur en ómíkron-afbrigðið er mun meira smitandi en delta-afbrigðið, veldur sjaldnar alvarlegum veikindum og sleppur frekar undan vernd bóluefna og fyrri smita. Þá kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis að núverandi reglur um sóttkví og einangrun hafi valdið miklum fjarvistum í skólum og á vinnumarkaði með tilheyrandi truflunum. Mörg börn hafi endurtekið þurft að vera í sóttkví og hafi séfræðingar í velferð barna bent á að slíkt geti haft neikvæðar afleiðingar. Því sé lagt til að börn á leik- og grunnskólaaldri þurfi ekki að fara í smitgát eða sóttkví nema þau hafi dvalið eða dvel með einstakling í einangrun. Hinn 24. janúar síðastliðinn voru rúmlega 11 þúsund manns í einangrun, þar af rúmlega 4 þúsund börn. Jafnframt voru tæplega 14 þúsund manns í sóttkví og þar af um 6.900 börn en stór hluti fullorðinna sem skráður er í sóttkví er þríbólusettur og hefur því getað mætt til vinnu. Með þeirri breytingu sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið verður sóttkví og smitgát með eftirfarandi hætti: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu ráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu í dag. Willum segir að fólk sem sætir sóttkví í augnablikinu, eftir að hafa verið útsett utan heimilis, losni strax úr sóttkví. Breytingarnar má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Willum segir að um mikla afléttingu sé að ræða. Fólk sem greinist smitað af Covid-19 á heimilum fari í einangrun og aðrir á heimilinu í sóttkví. Það muni ekki breytast. Hins vegar þurfi þeir sem séu útsettir fyrir smiti utan heimilis ekki lengur að sæta sóttkví heldur smitgát. Þá verði börn og unglingar undanþegin smitgát í nýju reglunum sem taka gildi á miðnætti. Þau þurfa þó að sæta sóttkví sé um að ræða smit á heimili. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta gríðarlega mikilvæga breytingu og sýni breytta nálgun hvað varðar aðgerðir vegna faraldursins. „Þetta mun breyta gríðarlega miklu, bæði þegar kemur að þeim fjölda sem fer í sóttkví. Og eins mun þetta draga verulega úr álagi á smitrakningu,“ segir Katrín. Nefnir hún bæði almannavarnir en ekki síður kennara og skólastjórnendur hvað þetta varði. Klippa: Katrín ræðir stórar breytingar á sóttkví Sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra bendi á að útsetning smita utan heimilis séu síður líkleg til að skila smiti en útsetning innan heimilis. „Þetta er gríðarleg eðlisbreyting á því hvernig við erum að takast á við þetta.“ Katrín leggur áherslu á að baráttan við faraldurinn hafi gengið vel af því ákvarðanir hafi verið teknar byggðar á reynslu og gögnum. Leiðarljósin hafi verið skýr og því sé óhætt að segja að takist hafi vel upp. Willum segist munu kynna afléttingaráætlun á föstudaginn. Þangað til mun áfram gilda tíu manna samkomubann í landinu. Hann minnir á að Landspítalinn sé enn á neyðarstigi. Klippa: Willum útskýrir breytingar á sóttkví sem taka gildi á miðnætti Að neðan má sjá tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í heild sinni. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát. Breytingarnar taka gildi á miðnætti. Breytingar á reglum um sóttkví eru gerðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra kemur fram að ómíkron-afbrigði kórónaveirunnar sé uppistaðan í þeim mikla fjölda smita sem nú greinast eða í rúmlega 90% tilvika, en delta-afbrigðið í tæplega 10%. Þannig sé faraldurinn nú um margt frábrugðinn því sem verið hefur en ómíkron-afbrigðið er mun meira smitandi en delta-afbrigðið, veldur sjaldnar alvarlegum veikindum og sleppur frekar undan vernd bóluefna og fyrri smita. Þá kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis að núverandi reglur um sóttkví og einangrun hafi valdið miklum fjarvistum í skólum og á vinnumarkaði með tilheyrandi truflunum. Mörg börn hafi endurtekið þurft að vera í sóttkví og hafi séfræðingar í velferð barna bent á að slíkt geti haft neikvæðar afleiðingar. Því sé lagt til að börn á leik- og grunnskólaaldri þurfi ekki að fara í smitgát eða sóttkví nema þau hafi dvalið eða dvel með einstakling í einangrun. Hinn 24. janúar síðastliðinn voru rúmlega 11 þúsund manns í einangrun, þar af rúmlega 4 þúsund börn. Jafnframt voru tæplega 14 þúsund manns í sóttkví og þar af um 6.900 börn en stór hluti fullorðinna sem skráður er í sóttkví er þríbólusettur og hefur því getað mætt til vinnu. Með þeirri breytingu sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið verður sóttkví og smitgát með eftirfarandi hætti: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu ráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira