Lögmál leiksins: „Já takk“ við CP3 en „nei takk“ við Brooklyn gegn Milwaukee Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 10:01 Það var létt yfir mönnum í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöld. Stöð 2 Sport 2 Boðið var upp á nýjan leik í þættinum Lögmál leiksins í gærkvöld þar sem NBA-deildin í körfubolta er krufin til mergjar. Leikurinn ber heitið „Já takk/Nei takk“ og virkar þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort „Já, takk“ eða „Nei, takk“, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Klippa: Lögmál leiksins - Já takk eða nei takk Fullyrðingar Kjartans voru úr ýmsum áttum og oftast greindi menn á að einhverju leyti. Til að mynda varðandi Jayson Tatum, lykilleikmann Boston Celtics: „Það hefði örugglega verið nei takk í gær en svo átti hann 50 stiga leik í fyrrinótt, þannig að ég verð eiginlega að segja já takk. Við vitum að „þakið“ er enn rosalega hátt hjá Tatum. Hann getur skorað körfur í öllum regnbogans litum,“ sagði Tómas Steindórsson. Fullyrðingarnar í „Já takk/Nei takk“: Cleveland verður með heimavallarrétt Jayson Tatum Brooklyn leggur Milwaukee í seríu CP3 á heima í MVP-umræðunni Úlfarnir komast í úrslitakeppnina Tómas var einnig á því að Brooklyn Nets myndi ekki geta lagt Milwaukee Bucks að velli í seríu, og Hörður Unnsteinsson tók undir það: „Nei takk. Milwaukee og Miami held ég að verði tvö bestu liðin þegar upp er staðið í austrinu í vor. Í seríu núna myndi Milwaukee leggja Brooklyn að mínu mati,“ sagði Hörður en Sigurður Orri Kristjánsson var ekki sammála. „Besti leikmaðurinn í besta liðinu“ Félagarnir voru hins vegar allir sammála um að Chris Paul ætti heima í MVP-umræðunni og Sigurður Orri sagði Paul, eða CP3, geta hlotið þann heiður að vera útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar ef Phoenix Suns héldi áfram sömu sigurgöngu og undanfarið: „Auðvitað á hann heima í MVP-umræðunni. Hann er besti leikmaðurinn í besta liðinu. En, hann getur ekki orðið MVP, nema Phoenix gjörsamlega stingi af. Þá getur hann fengið svona „Steve Nash MVP“ með sín 15-16 og 10-11. Hann leiðir deildina í stoðsendingum, og er númer þrjú í stolnum boltum, þeir vinna hvern einasta leik. Ef þeir stinga af þá á hann séns, og hann á auðvitað heima í MVP-umræðunni og verður í topp fimm, rétt eins og í fyrra,“ sagði Sigurður. Umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Leikurinn ber heitið „Já takk/Nei takk“ og virkar þannig að þáttastjórnandinn Kjartan Ati Kjartansson ber fram fullyrðingu og sérfræðingar hans segja annað hvort „Já, takk“ eða „Nei, takk“, með tilheyrandi rökstuðningi. Brot úr þættinum, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 á mánudögum, má sjá hér að neðan: Klippa: Lögmál leiksins - Já takk eða nei takk Fullyrðingar Kjartans voru úr ýmsum áttum og oftast greindi menn á að einhverju leyti. Til að mynda varðandi Jayson Tatum, lykilleikmann Boston Celtics: „Það hefði örugglega verið nei takk í gær en svo átti hann 50 stiga leik í fyrrinótt, þannig að ég verð eiginlega að segja já takk. Við vitum að „þakið“ er enn rosalega hátt hjá Tatum. Hann getur skorað körfur í öllum regnbogans litum,“ sagði Tómas Steindórsson. Fullyrðingarnar í „Já takk/Nei takk“: Cleveland verður með heimavallarrétt Jayson Tatum Brooklyn leggur Milwaukee í seríu CP3 á heima í MVP-umræðunni Úlfarnir komast í úrslitakeppnina Tómas var einnig á því að Brooklyn Nets myndi ekki geta lagt Milwaukee Bucks að velli í seríu, og Hörður Unnsteinsson tók undir það: „Nei takk. Milwaukee og Miami held ég að verði tvö bestu liðin þegar upp er staðið í austrinu í vor. Í seríu núna myndi Milwaukee leggja Brooklyn að mínu mati,“ sagði Hörður en Sigurður Orri Kristjánsson var ekki sammála. „Besti leikmaðurinn í besta liðinu“ Félagarnir voru hins vegar allir sammála um að Chris Paul ætti heima í MVP-umræðunni og Sigurður Orri sagði Paul, eða CP3, geta hlotið þann heiður að vera útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar ef Phoenix Suns héldi áfram sömu sigurgöngu og undanfarið: „Auðvitað á hann heima í MVP-umræðunni. Hann er besti leikmaðurinn í besta liðinu. En, hann getur ekki orðið MVP, nema Phoenix gjörsamlega stingi af. Þá getur hann fengið svona „Steve Nash MVP“ með sín 15-16 og 10-11. Hann leiðir deildina í stoðsendingum, og er númer þrjú í stolnum boltum, þeir vinna hvern einasta leik. Ef þeir stinga af þá á hann séns, og hann á auðvitað heima í MVP-umræðunni og verður í topp fimm, rétt eins og í fyrra,“ sagði Sigurður. Umræðuna alla má sjá hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Fullyrðingarnar í „Já takk/Nei takk“: Cleveland verður með heimavallarrétt Jayson Tatum Brooklyn leggur Milwaukee í seríu CP3 á heima í MVP-umræðunni Úlfarnir komast í úrslitakeppnina
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira