Finnskur þingmaður sóttur til saka vegna ummæla um samkynhneigða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 13:08 Päivi Räsänen hefur verið ákærð fyrir hatursorðræðu gegn samkynhneigðum. EPA/MARKKU OJALA Finnskur þingmaður og fyrrverandi innanríkisráðherra mætti fyrir dóm í dag, ákærður fyrir hatursorðræðu gegn samkynhneigðum. Málið snýst um athugasemdir sem þingmaðurinn lét falla um að samkynhneigð væri þroskaröskun og synd. Päivi Räsänen hefur verið þingmaður fyrir kristilega demókrata frá árinu 1995 en er þar að auki menntaður læknir. Málið sem höfðað hefur verið gegn henni snýst um tvö ummæli sem hún lét falla, annars vegar í skoðanagrein sem birtist á netinu árið 2004 þar sem hún sagði samkynhneigð þroskaröskun og vegna tísts sem hún birti árið 2019 þar sem hún sagði samkynhneigð synd. Saksóknari vísaði til þess í dómssal í dag að Räsänen hafi þar að auki sagt í viðtali á útvarpsstöðinni Yle árið 2019 að samkynhneigð væri birtingarmynd genetískrar úrkynjunar. Räsänen hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt og vill meina að mál ákæruvaldsins sé byggt á veikum grunni. Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið mun héraðsdómi Helsinki ekki aðeins falla það í skaut að ákvarða hvort ummælin séu hatursorðræða heldur þurfi hann að ákvarða hvort að í sumum tilfellum teljist það glæpur að nota Biblíuna sem áreiðanlega heimild. „Ég finn mikla ábyrðgartilfinningu vegna þess að ég veit að þetta mál gæti verið fordæmisgefandi hvað varðar tjáningarfrelsi og trúarlegt frelsi,“ segir Räsänen í skriflegu svari við fyrirspurn Reuters um málið. „Það er klárt mál að kristnir sem fylgja reglum Biblíunnar hafa rétt til þess að taka þátt í opinberri umræðu.“ Í fyrrnefndri skoðanagrein, sem birtist árið 2004, hélt Räsänen því fram að vísindaleg gögn sönnuðu það án efa að samkynhneigð væri röskun á þróun kynhneigðar fólks. Þá ýjaði hún að því að ættu karlmenn í samkynja samböndum snemma á lífsleiðinni leiddi það til þess að þeir yrðu kynferðisofbeldismenn. Í fyrrnefndu tísti sem Räsänen birti árið 2019 gagnrýndi hún finnsku kirkjuna fyrir að hafa tekið þátt í skipulaggningu Gleðigöngu og birti jafnframt tilvitnun í Biblíuna, þar sem samkynja sambönd eru gagnrýnd. Saksóknarar fara fram á að Räsänen verði gert að greiða sekt fyrir ummælin og að útvarpsstöðinni Yle verði gert að fjarlægja hluta úr útvarpsþættinum af netinu. Finnland Hinsegin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Päivi Räsänen hefur verið þingmaður fyrir kristilega demókrata frá árinu 1995 en er þar að auki menntaður læknir. Málið sem höfðað hefur verið gegn henni snýst um tvö ummæli sem hún lét falla, annars vegar í skoðanagrein sem birtist á netinu árið 2004 þar sem hún sagði samkynhneigð þroskaröskun og vegna tísts sem hún birti árið 2019 þar sem hún sagði samkynhneigð synd. Saksóknari vísaði til þess í dómssal í dag að Räsänen hafi þar að auki sagt í viðtali á útvarpsstöðinni Yle árið 2019 að samkynhneigð væri birtingarmynd genetískrar úrkynjunar. Räsänen hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt og vill meina að mál ákæruvaldsins sé byggt á veikum grunni. Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið mun héraðsdómi Helsinki ekki aðeins falla það í skaut að ákvarða hvort ummælin séu hatursorðræða heldur þurfi hann að ákvarða hvort að í sumum tilfellum teljist það glæpur að nota Biblíuna sem áreiðanlega heimild. „Ég finn mikla ábyrðgartilfinningu vegna þess að ég veit að þetta mál gæti verið fordæmisgefandi hvað varðar tjáningarfrelsi og trúarlegt frelsi,“ segir Räsänen í skriflegu svari við fyrirspurn Reuters um málið. „Það er klárt mál að kristnir sem fylgja reglum Biblíunnar hafa rétt til þess að taka þátt í opinberri umræðu.“ Í fyrrnefndri skoðanagrein, sem birtist árið 2004, hélt Räsänen því fram að vísindaleg gögn sönnuðu það án efa að samkynhneigð væri röskun á þróun kynhneigðar fólks. Þá ýjaði hún að því að ættu karlmenn í samkynja samböndum snemma á lífsleiðinni leiddi það til þess að þeir yrðu kynferðisofbeldismenn. Í fyrrnefndu tísti sem Räsänen birti árið 2019 gagnrýndi hún finnsku kirkjuna fyrir að hafa tekið þátt í skipulaggningu Gleðigöngu og birti jafnframt tilvitnun í Biblíuna, þar sem samkynja sambönd eru gagnrýnd. Saksóknarar fara fram á að Räsänen verði gert að greiða sekt fyrir ummælin og að útvarpsstöðinni Yle verði gert að fjarlægja hluta úr útvarpsþættinum af netinu.
Finnland Hinsegin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“