Tveir einstaklingur hröpuðu þá til jarðar í fallhlíf og náðist slysið á myndband en ástæðan fyrir því var að RÚV var að mynda knattspyrnuleik Vals hinu megin við götuna. Lárus lýsir aðkomunni á þann veg að báðir aðilar hafi verið margbrotnir og aðkoman mjög slæm. Sem betur fer var slökkviliðsstöðin aðeins um 50 metrum frá og voru allir komnir á vettvang á aðeins nokkrum mínútum.
Hér að neðan má hlusta á sögu Lárusar um slysið sem var fjallað mikið um í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma.
Í þáttunum Baklandið er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna.