„Ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með“ Atli Arason skrifar 24. janúar 2022 07:01 Björn Kristjánsson, leikmaður KR Bára Dröfn Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var til tals í hlaðvarpinu Undir Körfunni sem kom út núna í morgun. Björn fer um víðan völl í viðtalinu en kemur meðal annars inn á brotthvarf Shawn Glover frá KR en Glover yfirgaf félagið rétt fyrir áramót. „Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér. Subway-deild karla KR Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira
„Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér.
Subway-deild karla KR Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Sjá meira