Karabatic fékk leyfi til að spila gegn Íslandi þrátt fyrir jákvætt covid próf Atli Arason skrifar 23. janúar 2022 23:14 Nikola Karabatic í baráttu gegn Ými Erni Gíslassyni og Elliða Snæ Viðarssyni í leiknum í gær EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Nikola Karabatic, leikmaður Frakka, spilaði leikinn gegn Íslandi í gær en það var aðeins tveimur dögum eftir að hann greindist jákvæður í kórónaveiru prófi. Það er danska sjónvarpsstöðin TV 2 SPORT sem greinir frá þessu í dag. Karabatic var með jákvætt sýni í sýnatökum sem teknar voru eftir sigur Frakka á Hollendingum á fimmtudagskvöldinu, tæpum 48 tímum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi. Þetta staðfesti EHF, Evrópska handknattleiks sambandið, í samtali við TV 2. Þrátt fyrir jákvætt sýni fékk Karabatic leyfi frá EHF til þess að spila leikinn gegn Íslandi sem íslensku strákarnir unnu 29-21. Á þessu er skýring samkvæmt þeim svörum sem TV 2 SPORT er með í höndunum frá EHF. „Nikola Karabatic fékk Covid-19 sýkingu í desember og hann getur enn þá reynst jákvæður á Covid prófum. Á jákvæða prófi Frakkans frá fimmtudeginum voru CT-gildin hans svo há að aðstæðurnar voru metnar á þann hátt að ekki væri hætta á sýkingu,“ segir í svörum EHF til TV 2. TV 2 tekur fram að ekki væri vitað hversu há CT-gildin voru, sem mæld voru í Karabatic. CT-gildi segir til um hversu mikið magn af vírus viðkomandi einstaklingur er með í sér. Því hærra gildi, því minna magn af vírus er í einstaklingnum. Samkvæmt sóttvarnarreglum EHF sem tóku gildi í ágúst 2021, nánar tiltekið í grein 4.3.2, þá má leikmaður sem áður hefur greinst með Covid-19 sýkingu, ekki spila keppnisleik nema CT-gildi leikmannsins séu yfir 30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Karabatic var með jákvætt sýni í sýnatökum sem teknar voru eftir sigur Frakka á Hollendingum á fimmtudagskvöldinu, tæpum 48 tímum fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslandi. Þetta staðfesti EHF, Evrópska handknattleiks sambandið, í samtali við TV 2. Þrátt fyrir jákvætt sýni fékk Karabatic leyfi frá EHF til þess að spila leikinn gegn Íslandi sem íslensku strákarnir unnu 29-21. Á þessu er skýring samkvæmt þeim svörum sem TV 2 SPORT er með í höndunum frá EHF. „Nikola Karabatic fékk Covid-19 sýkingu í desember og hann getur enn þá reynst jákvæður á Covid prófum. Á jákvæða prófi Frakkans frá fimmtudeginum voru CT-gildin hans svo há að aðstæðurnar voru metnar á þann hátt að ekki væri hætta á sýkingu,“ segir í svörum EHF til TV 2. TV 2 tekur fram að ekki væri vitað hversu há CT-gildin voru, sem mæld voru í Karabatic. CT-gildi segir til um hversu mikið magn af vírus viðkomandi einstaklingur er með í sér. Því hærra gildi, því minna magn af vírus er í einstaklingnum. Samkvæmt sóttvarnarreglum EHF sem tóku gildi í ágúst 2021, nánar tiltekið í grein 4.3.2, þá má leikmaður sem áður hefur greinst með Covid-19 sýkingu, ekki spila keppnisleik nema CT-gildi leikmannsins séu yfir 30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn