Gera þurfi gangskör í að uppræta stafrænt kynferðisofbeldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2022 20:35 Sophie Mortimer vann að einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar. Vísir/Arnar Halldórsson Ungar stúlkur verða fyrir ofbeldi á netinu í sívaxandi mæli. Breskur sérfræðingur í stafrænu kynferðisofbeldi segir að ríki heims þurfi að gera gangskör að því að uppræta ofbeldi af þessu tagi enda hafi þau alla burði til þess. Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Talið er að um fjögur prósent landsmanna verði fyrir stafrænu kynferðisofbeldi eða fái hótun um slíkt. Ríkislögreglustjóri fór nýverið í herferð gegn slíkum ofbeldisbrotum gagnvart unglingum en talið er að ungar stúlkur verði í auknum mæli fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. „Það er viðhorfsbreyting sem er enn þá þörf og ég hugsa að á meðan við búum ekki við kynjajafnrétti þá munum við halda áfram að sjá brot sem byggja á því að fólk af ákveðnu kyni, í þessu tilviki konur, eru teknar meira fyrir,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, stjórnarformaður NORDREF, sem stóð fyrir málþingi um málaflokkinn. Rætt var við Þórdísi Elvu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Braut á 2000 manneskjum Á málþinginu lýsti Sophie Mortimer, yfirmaður Revenge Porn Helpline í Bretlandi, rannsókn sinni í einu stærsta stafræna kynferðisbrotamáli sögunnar, þar sem einn gerandi braut á rúmlega tvö þúsund manneskjum, allt niður í átta mánaða börn. „Hann hafði misnotað fjölmargar berskjaldaðar, ungar konur sem hann nálgaðist í gegnum Netið. Hann bauð þeim peninga og þóttist vera „sykurpabbi“ og tældi þær til að senda sér vægar nektarmyndir. Hann notaði svo myndirnar til að lokka þær til að afhenda sér sífellt grófara myndefni. Þegar ég segi gróft þá á ég við miklu grófara efni en þú gætir ímyndað þér. Því var ætlað að valda þessum ungu konum hámarksþjáningu og niðurlægingu,“ segir Sophie. Á að vera hægt að fjarlægja allt efni Gerandinn var í fyrra dæmdur í 32 ára fangelsi en Sophie telur að það muni taka mörg ár að fjarlægja allar myndir sem manninum tókst að dreifa á netinu. Hún segir að ekki megi líta á þetta sem einangrað tilvik, því á meðan eftirspurnin sé til staðar verði framboðið það líka. Um sé að ræða gríðarlegt samfélagsmein, sem vel eigi að vera hægt að uppræta. „Jafnvel þó efnið sé fjarlægt er hægt að setja það aftur inn. Því er hlaðið upp á ný og hægt að deila því aftur. Slíkt er eðli Netsins og ég neita að trúa því að við getum ekki fjarlægt allt slíkt efni. Ég tel okkur geta það og við eigum að leggja allt kapp á að gera það.“ Einnig var fjallað um svokallaða Incel-hópa á netinu en stærsta Incel-samfélag heims er hýst hér á landi. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira