Guardiola segir Southampton vera með besta aukaspyrnumann í heimi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 09:00 James Ward-Prowse er sá besti í heimi í að taka aukaspyrnur að mati Pep Guardiola. Clive Brunskill/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Southampton sé með besta aukaspyrnumann í heimi í herbúðum sínum, en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, hefur vakið verðskuldaða athygli á seinustu árum fyrir hættulegar aukaspyrnur. Hvort sem það eru fyrirgjafir utan af kanti, eða skot á mark, þá virðast aukaspyrnur Ward-Prowse alltaf vekja upp ótta andstæðinga hans. Guardiola var á sínum tíma þjálfari Barcelona og á tíma hans þar var leikmaður sem einnig hefur verið talinn nokkuð góður í að taka aukaspyrnur. Sá heitir Lionel Messi, en Guardiola segir að Ward-Prowse sé sá besti sem hann hefur séð. „Það er enginn betri að taka aukaspyrnur en hann,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Southampton er með besta aukaspyrnumann sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann er að minnsta kostui sá besti í heimi á þessari stundu.“ Man City boss Pep Guardiola feels Southampton's James Ward-Prowse is the BEST free-kick taker in the world 🌍 pic.twitter.com/LFQpgtfbWa— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 21, 2022 Þrátt fyrir þetta lof frá spænska þjálfaranum á Ward-Prowse ansi langt í land til að ná Lionel Messi í mörkum skoruðum úr aukaspyrnum. Ef skoðuð eru seinustu fimm ár hefur Ward-Prowse skorað úr 11 aukasprynum, en Messi nánast tvöfalt fleiri, eða 20. Guardiola stóð þó fastur á sínu og hélt áfram að hrósa Englendingnum. „Hann er svo góður að maður horfir kannski aðeins framhjá getu hans í fótbolta. Hann er mikill liðsmaður sem býður upp á mikil gæði, bæði með og án bolta.“ „Hann hefur mikinn skilning á leiknum, en það eru aukaspyrnurnar, föstu leikatriðin og hornspyrnurnar sem fólkið horfir á,“ sagði Guardiola að lokum. Enski boltinn Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, hefur vakið verðskuldaða athygli á seinustu árum fyrir hættulegar aukaspyrnur. Hvort sem það eru fyrirgjafir utan af kanti, eða skot á mark, þá virðast aukaspyrnur Ward-Prowse alltaf vekja upp ótta andstæðinga hans. Guardiola var á sínum tíma þjálfari Barcelona og á tíma hans þar var leikmaður sem einnig hefur verið talinn nokkuð góður í að taka aukaspyrnur. Sá heitir Lionel Messi, en Guardiola segir að Ward-Prowse sé sá besti sem hann hefur séð. „Það er enginn betri að taka aukaspyrnur en hann,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Southampton er með besta aukaspyrnumann sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann er að minnsta kostui sá besti í heimi á þessari stundu.“ Man City boss Pep Guardiola feels Southampton's James Ward-Prowse is the BEST free-kick taker in the world 🌍 pic.twitter.com/LFQpgtfbWa— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 21, 2022 Þrátt fyrir þetta lof frá spænska þjálfaranum á Ward-Prowse ansi langt í land til að ná Lionel Messi í mörkum skoruðum úr aukaspyrnum. Ef skoðuð eru seinustu fimm ár hefur Ward-Prowse skorað úr 11 aukasprynum, en Messi nánast tvöfalt fleiri, eða 20. Guardiola stóð þó fastur á sínu og hélt áfram að hrósa Englendingnum. „Hann er svo góður að maður horfir kannski aðeins framhjá getu hans í fótbolta. Hann er mikill liðsmaður sem býður upp á mikil gæði, bæði með og án bolta.“ „Hann hefur mikinn skilning á leiknum, en það eru aukaspyrnurnar, föstu leikatriðin og hornspyrnurnar sem fólkið horfir á,“ sagði Guardiola að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira