Fílabeinsströndin sló Afríkumeistarana úr leik | Kwame Quee sá rautt í tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2022 18:05 Nicolas Pepe skoraði þriðja mark Fílabeinsstrandarinnar í öruggum sigri gegn ríkjandi Afríkumeisturum. EPA-EFE/Alain Guy Suffo Ríkjandi Afríkumeistarar Alsír eru ú leik á Afríkumótinu í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Fílabeinsströndinni í dag. Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne þar sem Víkingurinn Kwame Quee sá rautt á lokamínútunum. Alsír þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn Fílabeinsströndinni til að koma sér í 16-liða úrslit. Leikurinn fór þó ekki nógu vel af stað fyrir þá þar sem að Franck Kessie kom Fílabeinsströndinni yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Ibrahim Sangare tvöfaldaði forystu Fílabeinsstrendinga stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Serge Aurier og því var staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Nicolas Pepe stráði salti í sár Alsíringa þegar hann breytti stöðunni í 3-0 á 54. mínútu. Riyad Mahrez fékk svo tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnunni. Alsíringar náðu loks að minnka muninn á 73. mínútu með marki frá Sofiane Bendebka, en þá var of seint í rassinn gripið og niðurstaðan 3-1 sigur Fílabeinsstrandarinnar. Fílabeinsströndin endar því í efsta sæti E-riðils með sjö stig, en Alsíringar eru úr leik eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í riðlakeppninni og hafna í neðsta sæti. ⏩🌟 FINAL 1️⃣6️⃣ 🌟 🔥 #TeamCotedIvoire book their spot in the Round of 16 of the #TotalEnergiesAFCON2021 🎫 ✅ #AFCON2021 | @FIFCI_tweet pic.twitter.com/t21TrZc3c2— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 20, 2022 Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne. Eina mark leiksins skoraði Pablo Ganet á 38. mínútu. Kei Ansu Kamara fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn af vítapunktinum stuttu fyrir leikslok, en klikkaði á spyrnunni. Þá fékk Kwame Quee, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á lokamínútu leiksins. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Alsír þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn Fílabeinsströndinni til að koma sér í 16-liða úrslit. Leikurinn fór þó ekki nógu vel af stað fyrir þá þar sem að Franck Kessie kom Fílabeinsströndinni yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Ibrahim Sangare tvöfaldaði forystu Fílabeinsstrendinga stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Serge Aurier og því var staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Nicolas Pepe stráði salti í sár Alsíringa þegar hann breytti stöðunni í 3-0 á 54. mínútu. Riyad Mahrez fékk svo tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnunni. Alsíringar náðu loks að minnka muninn á 73. mínútu með marki frá Sofiane Bendebka, en þá var of seint í rassinn gripið og niðurstaðan 3-1 sigur Fílabeinsstrandarinnar. Fílabeinsströndin endar því í efsta sæti E-riðils með sjö stig, en Alsíringar eru úr leik eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í riðlakeppninni og hafna í neðsta sæti. ⏩🌟 FINAL 1️⃣6️⃣ 🌟 🔥 #TeamCotedIvoire book their spot in the Round of 16 of the #TotalEnergiesAFCON2021 🎫 ✅ #AFCON2021 | @FIFCI_tweet pic.twitter.com/t21TrZc3c2— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 20, 2022 Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne. Eina mark leiksins skoraði Pablo Ganet á 38. mínútu. Kei Ansu Kamara fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn af vítapunktinum stuttu fyrir leikslok, en klikkaði á spyrnunni. Þá fékk Kwame Quee, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á lokamínútu leiksins.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira