Nils Arne Eggen látinn: „Mesta goðsögn í sögu Rosenborg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 11:01 Nils Arne Eggen vann fjölda titla með Rosenborg og náði eftirtektarverðum árangri með liðið í Meistaradeild Evrópu. getty/Graham Chadwick Nils Arne Eggen, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Rosenborg, er látinn. Hann var áttræður. Rosenborg greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar er hann sagður mesta goðsögn í sögu félagsins. Det var med sorg Rosenborg i dag mottok budskapet om at klubbens aller største legende er død.Nils Arne sovnet natt til onsdag stille inn med sin nærmeste familie ved sin side.— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) January 19, 2022 Eggen lék með Rosenborg á árunum 1966-69 og varð tvívegis Noregsmeistari með liðinu. Hann gerði Rosenborg að tvöföldum meisturum 1971, þjálfaði norska landsliðið og var nálægt því að koma því á HM 1978 og gerði Moss að norskum meisturum 1987. Það er eini meistaratitilinn í sögu félagsins. Eggen tók svo aftur við Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Á því vann liðið norska meistaratitilinn þrettán sinnum og komst átta ár í röð í Meistaradeild Evrópu. Rosenborg komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 1996-97. Rosenborg tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að vinna AC Milan, 1-2, á San Siro í lokaumferð riðlakeppninnar. Á þessu gullaldarskeiði vann Rosenborg einnig frækna sigra á Real Madrid og Borussia Dortmund. Eggen tók í síðasta sinn við Rosenborg 2010, af Erik Hamrén, og gerði liðið að Noregsmeisturum. Alls vann Eggen norsku deildina fjórtán sinnum sem þjálfari Rosenborg og bikarkeppnina sex sinnum. Síðustu árin voru erfið fyrir Eggen. Hann fór í nýrnaígræðslu 2015, hægri fóturinn var tekinn af honum 2018 og sá vinstri ári seinna. Árið 2011 létust bæði eiginkona hans og sonur. Norski boltinn Noregur Andlát Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
Rosenborg greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar er hann sagður mesta goðsögn í sögu félagsins. Det var med sorg Rosenborg i dag mottok budskapet om at klubbens aller største legende er død.Nils Arne sovnet natt til onsdag stille inn med sin nærmeste familie ved sin side.— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) January 19, 2022 Eggen lék með Rosenborg á árunum 1966-69 og varð tvívegis Noregsmeistari með liðinu. Hann gerði Rosenborg að tvöföldum meisturum 1971, þjálfaði norska landsliðið og var nálægt því að koma því á HM 1978 og gerði Moss að norskum meisturum 1987. Það er eini meistaratitilinn í sögu félagsins. Eggen tók svo aftur við Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Á því vann liðið norska meistaratitilinn þrettán sinnum og komst átta ár í röð í Meistaradeild Evrópu. Rosenborg komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 1996-97. Rosenborg tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að vinna AC Milan, 1-2, á San Siro í lokaumferð riðlakeppninnar. Á þessu gullaldarskeiði vann Rosenborg einnig frækna sigra á Real Madrid og Borussia Dortmund. Eggen tók í síðasta sinn við Rosenborg 2010, af Erik Hamrén, og gerði liðið að Noregsmeisturum. Alls vann Eggen norsku deildina fjórtán sinnum sem þjálfari Rosenborg og bikarkeppnina sex sinnum. Síðustu árin voru erfið fyrir Eggen. Hann fór í nýrnaígræðslu 2015, hægri fóturinn var tekinn af honum 2018 og sá vinstri ári seinna. Árið 2011 létust bæði eiginkona hans og sonur.
Norski boltinn Noregur Andlát Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira