Fred: Falskar fréttir úr búningsklefa Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 10:00 Cristiano Ronaldo faðmar Fred eftir leik Manchester United á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. EPA-EFE/PETER POWELL Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred segir ekkert til í þeim fréttum að einhver óeining sé meðal leikmanna Manchester United eins og hefur verið skrifað talsvert um í enskum miðlum að undanförnu. Það hefur lítið gengið hjá United á tímabilinu og liðið hefur gefið á sér höggstað með ástríðulitlum og ósannfærandi leik að undanförnu. Allt fór síðan á flug um slæma stöðu á bak við tjöldin eftir ummæli Luke Shaw í viðtali eftir tapleik á móti Úlfunum. Luke Shaw talaði þar um að leikmenn liðsins væru ekki allir að vinna saman. Miðjumaðurinn Fred sendir þær fréttir til föðurhúsanna um að það séu klíkur innan Manchester United hópsins. Fred says there are no cliques in the Man United dressing room and insists English and Portuguese speakers get on well https://t.co/UQ3b0ncKG8 @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) January 17, 2022 Fred telur að það sé bara eðlilegt að leikmenn, sem tali saman tungumál, verði góðir félagar en segir að andrúmsloftið í búningsklefanum sé frábært. „Við sem tölum portúgölsku, við tölum saman og erum góðir vinir,“ sagði Fred við ESPN í Brasilíu. „Ég hef verið góður vinur Alex Telles innan sem utan vallar í mörg ár. Ég er því nánari honum en það þýðir ekki að ég tali ekki við [Jesse] Lingard, [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood eða [Harry] Maguire og hina ensku leikmennina,“ sagði Fred. „Við eigum mjög góðan vinskap og það er frábært andrúmsloft í búningsklefanum. Við erum góðir vinir og erum alltaf að hafa gaman saman,“ sagði Fred. „Í hvert skipti sem það er mögulegt þá borðum við saman. Það hefur ekki gerst upp á síðkastið út af COVID-19 en við reynum alltaf að vera saman,“ sagði Fred. „Þetta er risastór klúbbur og fólk mun alltaf reyna að segja eitthvað um okkur. Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður sem allir vilja tala um og því miður fara falskar fréttir að koma út. Þetta er bara því miður hluti af þessu,“ sagði Fred. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá United á tímabilinu og liðið hefur gefið á sér höggstað með ástríðulitlum og ósannfærandi leik að undanförnu. Allt fór síðan á flug um slæma stöðu á bak við tjöldin eftir ummæli Luke Shaw í viðtali eftir tapleik á móti Úlfunum. Luke Shaw talaði þar um að leikmenn liðsins væru ekki allir að vinna saman. Miðjumaðurinn Fred sendir þær fréttir til föðurhúsanna um að það séu klíkur innan Manchester United hópsins. Fred says there are no cliques in the Man United dressing room and insists English and Portuguese speakers get on well https://t.co/UQ3b0ncKG8 @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) January 17, 2022 Fred telur að það sé bara eðlilegt að leikmenn, sem tali saman tungumál, verði góðir félagar en segir að andrúmsloftið í búningsklefanum sé frábært. „Við sem tölum portúgölsku, við tölum saman og erum góðir vinir,“ sagði Fred við ESPN í Brasilíu. „Ég hef verið góður vinur Alex Telles innan sem utan vallar í mörg ár. Ég er því nánari honum en það þýðir ekki að ég tali ekki við [Jesse] Lingard, [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood eða [Harry] Maguire og hina ensku leikmennina,“ sagði Fred. „Við eigum mjög góðan vinskap og það er frábært andrúmsloft í búningsklefanum. Við erum góðir vinir og erum alltaf að hafa gaman saman,“ sagði Fred. „Í hvert skipti sem það er mögulegt þá borðum við saman. Það hefur ekki gerst upp á síðkastið út af COVID-19 en við reynum alltaf að vera saman,“ sagði Fred. „Þetta er risastór klúbbur og fólk mun alltaf reyna að segja eitthvað um okkur. Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður sem allir vilja tala um og því miður fara falskar fréttir að koma út. Þetta er bara því miður hluti af þessu,“ sagði Fred.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira