Kerfið hafi ekki bolmagn til þess að sinna heimilislausum sem þurfa í sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2022 20:00 Kristín Davíðsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar. sigurjón ólason Velferðarkerfið hefur ekki bolmagn til þess að halda utan um hóp þeirra sem þurfa í sóttkví en eru heimilislausir eða eiga við vímuefnavanda að stríða. Þetta segir verkefnastýra Frú Ragnheiðar sem segir jafnframt að mikið álag sé á athvörfum fyrir heimilislausa. Í upphafi faraldursins höfðu húsnæðislausir tök á að dvelja á farsóttarhóteli þegar þeir þurftu í sóttkví. Vegna fjölda smitaðra taka farsóttarhótelin nú einungis við fólki í einangrun og á þessi hópur fólks því erfitt með að halda sig á einum stað í sóttkví. Álag á athvörfum fyrir heimilislausa „Þau hafa athvörfin en það er mjög mikið álag á athvörfunum eins og staðan er núna fyrir utan að það er erfitt að hólfa niður og framfylgja ítrustu sóttvarnareglum þar,“ sagði Kristín Davíðsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður þjónustar húsnæðislausa og þá sem nota vímuefni um æð. Kristín segir að reynt sé eftir fremsta magni að koma til móts við skjólstæðinga í sóttkví. „Þau hringja í okkur og við höfum verið að veita þeim „drop off“ þjónustu og reynt að koma til móts við aðstæður eins og hægt er.“ Hópur með flóknar þjónustuþarfir Þjónusta við þennan hóp fellur undir velferðarþjónustu og segir Kristín að vegna almennrar manneklu á því sviði hafi kerfið ekki bolmagn til þess að halda utan um hópinn í faraldrinum. „Þetta er hópur sem er með mjög miklar og flóknar þjónustuþarfir og þar af leiðandi þarf mannskap og mikið utanumhald.“ Hótel borgarinnar taka á móti einstaklingum í sóttkví en Kristín segir að skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eigi oft erfitt með að fá inn þangað. „Þau geta farið á hótelin en það eru ekki öll hótel sem bjóða þau velkominn. Það er dýrt að vera á hóteli. Þau eru alla jafna ekki í launaðri vinnu þannig það gerir þeim líka erfitt fyrir og þar að auki eru þetta einstaklingar sem þurfa að fara út og útvega sér efni og það segir sig sjálf að þú getur ekki haldið þig heima þegar þú ert í þessari stöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Félagsmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Í upphafi faraldursins höfðu húsnæðislausir tök á að dvelja á farsóttarhóteli þegar þeir þurftu í sóttkví. Vegna fjölda smitaðra taka farsóttarhótelin nú einungis við fólki í einangrun og á þessi hópur fólks því erfitt með að halda sig á einum stað í sóttkví. Álag á athvörfum fyrir heimilislausa „Þau hafa athvörfin en það er mjög mikið álag á athvörfunum eins og staðan er núna fyrir utan að það er erfitt að hólfa niður og framfylgja ítrustu sóttvarnareglum þar,“ sagði Kristín Davíðsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður þjónustar húsnæðislausa og þá sem nota vímuefni um æð. Kristín segir að reynt sé eftir fremsta magni að koma til móts við skjólstæðinga í sóttkví. „Þau hringja í okkur og við höfum verið að veita þeim „drop off“ þjónustu og reynt að koma til móts við aðstæður eins og hægt er.“ Hópur með flóknar þjónustuþarfir Þjónusta við þennan hóp fellur undir velferðarþjónustu og segir Kristín að vegna almennrar manneklu á því sviði hafi kerfið ekki bolmagn til þess að halda utan um hópinn í faraldrinum. „Þetta er hópur sem er með mjög miklar og flóknar þjónustuþarfir og þar af leiðandi þarf mannskap og mikið utanumhald.“ Hótel borgarinnar taka á móti einstaklingum í sóttkví en Kristín segir að skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eigi oft erfitt með að fá inn þangað. „Þau geta farið á hótelin en það eru ekki öll hótel sem bjóða þau velkominn. Það er dýrt að vera á hóteli. Þau eru alla jafna ekki í launaðri vinnu þannig það gerir þeim líka erfitt fyrir og þar að auki eru þetta einstaklingar sem þurfa að fara út og útvega sér efni og það segir sig sjálf að þú getur ekki haldið þig heima þegar þú ert í þessari stöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Félagsmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira