Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 13:00 Hermenn aka skriðdreka um götur Gotlands. EPA/Karl Melande Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sendu Rússar nýverið nokkur skip inn í Eystrasaltshafið en þau eru sérhönnuð til að flytja hermenn. SVT sagði frá því í morgun að verið væri að sigla þessum skipum frá svæðinu. Michael Claesson, einn yfirmanna sænska hersins, sagði í viðtali í morgun að Svíar vildu vera viðbúnir öllu og með mannafla á mikilvægustu svæðum landsins. Gotland væri eitt þeirra. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði um helgina að Svíar mættu ekki vera barnalegir og að ekki væri hægt að útiloka árás á landið. Sænski herinn hefur aukið viðveru sína verulega á Gotlandi um helgina.EPA/KARL MELANDER „Svíþjóð verður ekki gripin í bólinu ef eitthvað gerist. Það er mikilvægt að sýna að við tökum ástandinu alvarlega,“ hefur FT eftir Hultqvist frá því um helgina. Miðillinn segir Svía hafa aukið fjárútlát sín til varnarmála talsvert á undanförnum árum. Svíar eru ekki í Atlantshafsbandalaginu en Eystrasaltslöndin þrjú, Eistlandi, Lettland og Lithaáen eru það og þau hafa hvatt Svía til að auka hernaðarviðveru þeirra á Gotlandi. Eins og bent er á í frétt VG er eyjan mjög mikilvæg vörnum Eystrasaltsríkjanna. Ef ske kynni að stríð brytist út í Eistlandi, Lettlandi og Litháaen væri hægt að koma loftvörnum og flugvélum fyrir á Gotlandi sem myndu nýtast þar. Svíar og Bandaríkjamenn héldu umfangsmiklar heræfingar árið 2017 en þær fólust meðal annars í því að verjast gegn ímyndaðri árás á Gotland. Óhefðbundið umferðaröngþveiti á Gotlandi.EPA/Karl Melander Svíþjóð Hernaður NATO Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Þá sendu Rússar nýverið nokkur skip inn í Eystrasaltshafið en þau eru sérhönnuð til að flytja hermenn. SVT sagði frá því í morgun að verið væri að sigla þessum skipum frá svæðinu. Michael Claesson, einn yfirmanna sænska hersins, sagði í viðtali í morgun að Svíar vildu vera viðbúnir öllu og með mannafla á mikilvægustu svæðum landsins. Gotland væri eitt þeirra. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði um helgina að Svíar mættu ekki vera barnalegir og að ekki væri hægt að útiloka árás á landið. Sænski herinn hefur aukið viðveru sína verulega á Gotlandi um helgina.EPA/KARL MELANDER „Svíþjóð verður ekki gripin í bólinu ef eitthvað gerist. Það er mikilvægt að sýna að við tökum ástandinu alvarlega,“ hefur FT eftir Hultqvist frá því um helgina. Miðillinn segir Svía hafa aukið fjárútlát sín til varnarmála talsvert á undanförnum árum. Svíar eru ekki í Atlantshafsbandalaginu en Eystrasaltslöndin þrjú, Eistlandi, Lettland og Lithaáen eru það og þau hafa hvatt Svía til að auka hernaðarviðveru þeirra á Gotlandi. Eins og bent er á í frétt VG er eyjan mjög mikilvæg vörnum Eystrasaltsríkjanna. Ef ske kynni að stríð brytist út í Eistlandi, Lettlandi og Litháaen væri hægt að koma loftvörnum og flugvélum fyrir á Gotlandi sem myndu nýtast þar. Svíar og Bandaríkjamenn héldu umfangsmiklar heræfingar árið 2017 en þær fólust meðal annars í því að verjast gegn ímyndaðri árás á Gotland. Óhefðbundið umferðaröngþveiti á Gotlandi.EPA/Karl Melander
Svíþjóð Hernaður NATO Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira